Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Borgarskjalasafn á menningarnótt laugardaginn 23. ágúst 2014.
Safnið verður með opið hús kl. 13.00 til 18.00 að þessu sinni. Sýning er um skíðamennsku og ferðamál, einföld getraun og börnum boðið upp á að föndra og lita, meðal annars að gera kórónur og grímur undir leiðsögn. Leiðbeinandi í kórónu og grímugerð kl. 15.00-17.00 er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni. Starfsmenn verða á staðnum og svara spurningum um Borgarskjalasafn og starfsemi þess.
Borgarskjalasafn verður með sýningu um baráttu fyrir einkaleyfi á skíðabindingum, um ferðamennsku og sólarlandaferðir. Meðal annars eru sýnd frumskjöl úr einkaskjalasafni Ingólfs Guðbrandssonar og Jóns Helgasonar.
Borgarskjalasafn býður börnum á öllum aldri upp á að gera kórónur og/eða grímur kl. 15.00-17.00. Leiðbeinandi er Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður og safnið býður upp á föndurefni. Hægt er að koma við hvenær sem er á þessu tímabili og prufa sig áfram í kórónu eða grímugerð.
Aðgangur ókeypis - allir velkomnir.