Bjarni Benediktsson og glósur um landsdóm

Borgarskjalasafn Reykjavíkur vinnur nú að því að gera skjalasafn Bjarna Benediktssonar aðgengilega á síðunni sem tileinkuð er honum  www.bjarnibenediktsson.is. Verkefnið er fjármagnað af Vinnumálastofnun og sérstökum atvinnuátakssjóði Reykjavíkurborgar og væri ekki mögulegt án þess. Á vefnum verður skjalasafnið aðgengilegt öllum heima í stofu á meðan frumritunum er hlíft.

Til að nálgast skjölin er farið inn á skjalaskrána á vefnum og þaðan á uppvaxtar- og námsár. Þar sem línan í skjalaskránni er lituð er hægt að fara inn á skjölin sjálf. Fróðlegt væri að heyra hvernig fólki líkar að lesa skjölin á þennan hátt, bæði hrós og ábendingar um hvernig væri hægt að standa betur að birtingu skjalanna. Athugasemdir sendist á borgarskjalasafn@reykjavik.is.

Nú er unnið að því að setja inn glósur frá námsárum Bjarna í lögfræði en hann varð seinna prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fróðlegt væri að heyra meira um þetta efni frá því sem betur þekkja til en starfsmenn Borgarskjalasafns.

Í glósum Bjarna Benediktssonar má meðal annars lesa um gerð landsdómsins 1903-1905. Honum var síðar breytt árið 1965 og hefur haldið þeirri mynd til dagsins í dag. Lesa má glósur Bjarna hér (á bls. 7-9) og hér (á bls. 30-31).

Þráinn Óskarsson

Svanhildur Bogadóttir