Borgarskjalsafni áskotnaðist nú á dögunum nokkur bréf hermanna á Íslandi með herstöðvarstimplum.
Þessi bréf eru mikilvæg heimild um þjóðarsöguna þar sem fáar heimildir eru til um hermennina sem dvöldu á Íslandi.
Bréfin og umslögin eru frá árunum 1941-1944. Stimpluð með herstöðvarhandstimpli í Reykjavík, Keflavík og Borgarnesi.
Um er að ræða persónuleg bréf hermanna til ættingja eða ástvina.
Það var árvekni Bjarna V. Guðmundssonar að þakka að bréfin eru nú komin í varanlega varðveislu Borgarskjalasafns og kunnum við honum hinu bestu þakkir.