120 ára fjölskyldusaga í 24 öskjum reykvískra hjóna

Mættu bræðurnir Þorgeir Sigurbjörn, Þorvaldur Karl, Þorlákur Helgi og Þorsteinn með skjölin til safnsins flokkuð og innihaldsskráð. Safnið er yfirgripsmikið og nær yfir nær 120 ára fjölskyldusögu.

Í safninu kennir ýmissa grasa, má þar nefna talsvert efni um Vogaskóla og um Gangfræðaskóla Austurbæjar, sendibréf frá afa og ömmu gefenda auk dagbóka, mataruppskrifta, innkaupalista, lýsingu á torfbænum í Múlakoti í Síðu þar sem faðir Helga var kennari í 26 ár, sendibréf, póstkort, símskeyti og margra annarra áhugaverðra skjala úr búi þeirra hjóna.

Fljótlega verður farið í ítarlega skráningu á safninu og verður skjalaskráin birt á vef safnsins.

Borgarskjalasafnið kann þeim systkinum hinar bestu þakkir fyrir gjöfina og verður hún mikilvæg viðbót í sögu Reykvíkinga um ókomna tíð.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur tekur við skjölum einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Reykjavík til varðveislu. Ef þú hefur undir höndum skjöl eða veist um skjöl sem ættu erindi á safnið, getur þú haft samband við starfmenn safnsins, sem munu meta skjölin, þ.e. hvort ástæða sé til að varðveita þau á Borgarskjalasafni.