Skjöl úr einkaskjalasafni Jóns Halldórssonar (f. 15. september 1871 - d. 4. janúar 1943) húsgagnasmíðameistara (E-36)
Sveinsbréf Jóns Halldórssonar gefið út árið 1897 í trésmíði frá Danmörku en hann lærði iðnina þar og í Noregi.
Jón var virkur í félagsstarfi Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur og var um tíma formaður þess. Árið 1936 var hann gerður heiðursfélagi þess.
Jón fór til Berlínar í framhaldsnám í teikningu árið 1900 og var þar í fimm ár við nám. Jón hélt úti dagbók á násmárunum sínum. Hér má sjá dagbókarfærslur frá októbermánuði árið 1904.
Hér má sjá brot af þeim fjölmörgu teikningum sem varðveittar eru í skjalasafni Jóns af húsgögnum.