Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar - Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar - Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar |
Númer | I4600 |
Lýsing | Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar var stofnuð 20. október 1934 til að halda utanum skráningu atvinnulausra í Reykjavík og á landsvísu og veita þeim þjónustu á atvinnuleysistímum. Á þeim tíma var mjög erfitt ástand í atvinnumálum þjóðarinnar vegna heimskreppunnar og atvinnuleysi geigvænlegt og fjöldi fólks bjó við skort á brýnustu lífsnauðsynjum. Fyrsti forstöðumaður Ráðningarskrifstofunnar var Gunnar E. Benediktsson hrl. Samkvæmt lögum um vinnumiðlun frá 15. mars 1951 var sett sérstök stjórn fyrir Ráðningarskrifstofuna. Nafnbreyting varð á stofnuninni 1962, þá varð til Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar. Ráðningarstofan sem hafði lengi starf að Borgartúni 1 var flutt í Engjateig 1. júlí 1994 og nafninu breytt í Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar. Í árslok 1997 var Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar lögð niður og Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins tók við starfseminni. Frá áramótum 2000 varð stofnunin að ríkisstofnun – Vinnumálastofnun og lauk þar með 66 ára sögu atvinnumiðlunar Reykjavíkurborgar. Auk fjölda einstaklinga sem Ráðningarskrifstofan hefur aðstoðað við að fá vinnu, hafa hundruð skólafólks leitað vinnu til Ráðningarskrifstofunnar á hverju vori og oftast tókst í samráði við borgaryfirvöld og hinar ýmsu greinar atvinnuveganna, að leysa að mestu úr atvinnuvanda þessa fólks Ýmis skjöl varðandi málefni unglingavinnu og vinnuskóla eru meðal gagna Ráðningastofunnar. Samkvæmt samþykki borgarstjórnar 18. mars 1976 var ákveðið að setja á stofn sérstaka deild sem hefði það sérstaka verkefni að útvega hömluðu fólki vinnu við hæfi og tók deildin til starfa í janúar 1978. Tekist hefur að útvega mörgum vinnu sem leitað hafa til Öryrkjadeildarinnar og því þótti nauðsyn að efla þennan þátt í starfsemi stofnunarinnar Síðar breyttist nafnið í Atvinnudeild fatlaðra. Gögn afhent Borgarskjalasafni í feb. 1992 og í júní 1994
|
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar - Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar - Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Opinber skjöl |
Útgáfuár | 1992, 1994, 2000 og 2013 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | miðlæg stjórnsýsla, atvinnumál, vinnuskólar, unglingavinna. |