Leikskólinn Barónsborg við Barónsstíg

Nánari upplýsingar
Nafn Leikskólinn Barónsborg við Barónsstíg
Númer K5030
Lýsing

Leikskólinn Barónsborg var byggður árið 1950. Húsið er timburhús á einni hæð og er eitt fyrsta húsið sem byggt er sem leikskóli í borginni. Húsið stendur á horni Njálsgötu og Barónsstígs, rétt fyrir neðan sundhöll Reykjavíkur.

Skólinn var rekinn sem fjögurra tíma leikskóli þar til árið 1997 að farið var að taka börn í heildagsvistun. Tvisvar hefur verið byggt við skólann til að bæta aðstöðuna. Árið 1994 var aðstaða starfsfólks bætt og einnig aðstaða barna til listsköpunar. Árið 2000 var svo bætt við eldhúsi og gangi er snýr að garði ásamt þvottahúsi. Á Barónsborg dvelja 35 börn samtímis.

Árið 2012 voru leikskólarnir Barónsborg, Lindarborg og Njálborg sameinaðir undir heitinu leikskólinn Miðborg. Leikskólastjóri í sameinuðum leikskóla er Kristín Einarsdóttir.

Afhendingaraðili: Sjöfn Ingófsdóttir leikskólastjóri í nóvember 2000 og Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri í september 2015

Innihald: Fundargerðir, bréf, vistunarskýrslur barna, starfsáætlun, rekstrarstyrkir o.fl.

Tímabil: 1980-1999

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Leikskólinn Barónsborg
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2015
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð menntamál, leikskólar, skóla- og frístundasvið, nemendur, kennarar, miðbær