Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Laugalækjarskóli |
Númer | K2240 |
Lýsing | Laugalækjarskóli tók til starfa veturinn 1960-1961 í nýju húsnæði með einungis 7 og 8 ára deildir. Árið eftir, veturinn 1961-1962 bættust 9 ára börn við skólann. Veturinn 1962-1963 eru starfræktar við skólann 7-12 ára deildir. Veturinn 1963-1964 bætist við unglingadeild: I bekkur og II bekkur árið eftir, síðan III og IV bekkir. Nemendur sem sóttu Laugarlækjarskóla bjuggu aðalleganorðan Sundlaugavegar og í Kleppsholti. Í Laugarnesskóla voru hinsvegar aðalega börn sem bjuggu sunnan Sundlaugavegar og í Teigunum. Árið 1965 var önnur bygging við Laugarlækjarskóla tekin í notkun, tengiálma sem tengja áttibyggingarnar var aldrei byggð. Hverfaskipting milli Laugarnesskóla og Laugarlækjarskóla var afnumin ca. 1969. Laugarnesskóli var gerður að barnaskóla einvörðungu en Laugalækjarskóli varð gagnfræðaskóli með landspróf og gagnfræðapróf sem lokaáfanga. Haustið 1975 bættust við framhaldsdeildir í almennubóknámi og á viðskiptasviði, kennt var til vorsins 1979, þá útskrifaði skólinn stúdenta í fyrsta og eina skftið. Þá lá við að saga skólans væri öll vegna fækkunar nemenda og skipulagsbreytinga en lifði þóaf þessi umbrot. Frá haustinu 1979 starfað skólinn sem grunnskóli með nemendur 7.-9 bekkja þ.e. gamla gagnfræðastigið. Nýrra skólahúsið var síðar selt árið undir starfsemi Fóstruskóla Íslands. Skjöl send Borgarskjalasafni 2003 og 2011 Tímabil 1961-2011 |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Laugalækjarskóli |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Opinber skjöl |
Útgáfuár | 2003 og 2012 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | menntamál, grunnskólar, nemendur, kennarar, Laugalækur, gagnfræðaskólinn við Laugalæk. |