Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Frístundaheimilið Vogasel |
Númer | E4090 |
Lýsing | Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur rekur Vogasel, frístundaheimili Vogaskóla. Frístundaheimilið Vogasel er eitt af sjö frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals og Háaleitis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra, sem eru þrjú frístundaheimili við Öskjuhlíðarskóla og frístundaklúbburinn Hofið. Hægt er að skoða heimasíður þessara starfsstaða í gegnum heimasíðu Kringlumýrar. Í Vogaseli hafa nemendur á aldrinum 6-9 ára þann möguleika að kynnast hinum ýmsu tómstundum eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í Vogaseli frá klukkan 8:00 um morguninn og til 17:15. Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem eiga að mæta og rukkað er aukalega 890 kr. fyrir tímann frá klukkan 8-13.30. Skila þarf inn sérstökum eyðublöðum vegna þeirrar skráningar. Vogasel leitast við að nota lýðræðislega starfshætti. Vogasel vill efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Við leggjum áherslu á barnalýðræði í frítímanum. Keppikefli er að börnunum líði vel, og að þau finni fyrir væntumþykju hjá okkur og séu frjálsleg og einlæg í samskiptum og framkomu. Við sjáum þetta svona: Barnið kemur úr vinnu sinni, sem er skólinn, í Vogasel, barnið hefur lokið vinnuskyldu sinni og hefur nú tækifæri til að njóta frítíma síns. Við teljum því mikilvægt að þau fái að flæða frjáls milli svæða sem eignuð eru ákveðnum verkefnum; Listakot, Kaffikot, Leikkot, Kósýkot og Útikot. Jafnframt viljum við kenna börnunum ábyrgð og skuldbindingu. Við höfum valið að gera það með því að bjóða börnunum að skrá sig í klúbba. Skráningin er vikulega og algerlega bindandi fyrir þá viku. Þeir klúbbar sem voru í boði síðasta vetur voru m.a.: föndurklúbbur, ævintýraklúbbur, perluklúbbur, íþróttaklúbbur og bókasafnsklúbbur. Í þessum klúbbum eru þau í fyrirfram ákveðnum verkefnum og fylgja fyrirmælum starfsmanns. Að öðru leiti eru börnin í frjálsum leik og frjálsri listsköpun í Vogaseli. www.kringlumyri.is Skjalaafhending 2007. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Frístundaheimilið Vogasel |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Opinber skjöl |
Útgáfuár | 2011 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | frístundaheimili, barnamenning, Vogaskóli, Vogahverfi, Kringlumýri. |