Frístundaheimilið Simbað sæfari

Nánari upplýsingar
Nafn Frístundaheimilið Simbað sæfari
Lýsing

Frístundaheimilið Simbað sæfari er staðsett í Hamraskóla í Grafarvogil. Simbað er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ. Frístundaheimilið er staðsett í norðurenda Hamraskóla. Eldri börnin hafa séraðstöðu sem er kölluð „Ævintýravinir í Simbað“.

Við höfum aðgang að bókasafni, tölvustofu, heimilisfræðistofu og íþróttahúsi.

Síðdegishressinguna snæða börnin í alrýminu fyrir utan Simbað.

Við leggjum áherslu á frjálsræði í starfsemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa og það er val barnanna hvort þau taki þátt í dagskránni eða séu þá í frjálsum leik.

Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri og einnig á vorönn. Hópa- og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra.

Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi.

Í Simbað læra börnin að vera vinir, góð hvert við annað og hvernig á að leika sér fallega.

Við höfum 4 reglur sem við leggjum áherslu á. Við notum inniröddina, við göngum inni, við göngum frá eftir okkur og við geymum símana í töskunum okkar.

(Heimild: Tekið af heimasíðu Simbað sæfara).

Afhending skjalasafns: Skjöl Simbaðs sæfara komu til Borgarskjalasafns með skjölum frístundaheimila í Gufunesbæ í nóvember 2013.

Innihald: Bréf, ráðningarsamningar, umsóknir, samningar, mætingablöð o.fl.

Tímabil: 2003-2011.

Magn: 2 stórar öskjur.

 

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Frístundaheimilið Simbað sæfari
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2018
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð frístundaheimili, barnamenning, Grafarvogur, Hamraskóli, Hamrahverfi, Gufunesbær.