Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Framtalsnefnd Reykjavíkur |
Númer | A3000 |
Lýsing | Framtalsnefnd Reykjavíkur starfaði á árunum 1982 til 2010 í umboði borgarráðs, með þeim hætti sem kveðið var á um í samþykkt fyrir framtalsnefnd og samþykktri af borgarstjórn. Framtalsnefnd fjallaði um og afgreiddi umsóknir um lækkun álagðs útsvars einstaklinga samkvæmt lögum um tekjustofna sveitafélaga. Framtalsnefnd starfaði eftir reglum borgarráðs um afgreiðslu umsókna einstaklinga um lækkun álagðs útsvars, þar sem m.a. var að finna eftirfarandi skilyrði ívilnunar:
Afgreiðsla framtalsnefndar var fullnaðarafgreiðsla samkvæmt heimild í sveitarstjórnarlögum. Nefndin var skipuð þremur fulltrúum kosnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kaus jafnframt formann úr hópi kjörinna fulltrúa. Kjörtímabil nefndarinnar var hið sama og borgarstjórnar. Framtalsnefnd hélt fundi fyrsta og fjórða þriðjudag hvers mánaðar, en nefndin gat fellt niður fundi að sumarlagi. Aðsetur nefndarinnar var á Skattstofu Reykjavíkur, Tryggvagötu 19. Framtalsnefnd Reykjavíkurborgar var lögð niður í desember 2010. Sjá nánar á slóðinni: Skjöl Framtalsnefndar Reykjavíkur voru afhent Borgarskjalasafni 6. júní 2012. Afhending skjalasafns: Ríkisskattstjóri Innihald: Útsvarserindi, útkeyrslur af listum Tímabil: 1977-1997 |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Framtalsnefnd Reykjavíkur (1982 - 2010) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Opinber skjöl |
Útgáfuár | 2013 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | fjármál, útsvar, niðurgreiðslur, borgarráð. |