Félagsmiðstöðin Tónabær

Nánari upplýsingar
Nafn Félagsmiðstöðin Tónabær
Númer E3050
Lýsing

Tónabær er félagsmiðstöð rekin af ÍTR í Safamýri í Reykjavík en var áður í Skaftahlíð 24.

Félagsmiðstöðin tók til starfa 8. febrúar 1969. Músiktilraunir voru haldnar í Tónabæ frá upphafi árið 1982, en hafa frá 2003 verið í samstarfi við Hitt húsið. Músiktilraunir eru hljómsveitarkeppni sem Hitt Húsið heldur árlega til að veita ungum íslensku hljómsvetum og tónlistarfólki tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri. Tónabær var lengst af í austurenda hússins að Skaftahlíð 24, á efri hæð, þar sem áður var veitinga- og skemmtistaðurinn Lídó (sem húsið allt var oft nefnt eftir).

Árið 2000 ákvað Reykjavíkurborg að selja sinn hlut í húsinu og Tónabær flutti þá í húsnæði á Fram- svæðið í Safamýri.

(Heimild: Wikipedia- frjálsa alfræðiritið, 2011).

Félagsmiðstöðin Tónabær býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Áhersla er lögð á starf fyrir 10-16 ára unglinga. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja gesti félagsmiðstöðvarinnar í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengd lífsleikni og má þar nefna fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira. Boðið er upp á opið starf, ýmsar uppákomur og verkefni í samstarfi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.

Reglur Félagsmiðstöðvarinnar:

1. Neysla áfengis og annara vímuefna er ekki samþykkt í félagsmiðstöðvarstarfinu.

2. Tóbaksnotkun er ekki samþykkt á lóð félagsmiðstöðvar, við útidyr eða inni í húsnæði.

3. Ætlast er til þess að unglingar sýni almenna kurteisi og gangi vel um félagsmiðstöðina.

4. Orkudrykkir eru einnig bannaðir.

 

Markmið:

Markmið Tónabæjar er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á óformlegt nám, samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu skjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

Aðgerðaráætlun:

Að vera leiðandi í eflingu félagsþroska og samfélagsvitundar barna og unglinga.

Heilstætt frítímastarf fyrir aldurinn 10-16 ára.

Að starfsfólk fái þjálfun og fæðslu við hæfi til að starfa með börnum og unglingum.

Aukið samráð og samstarf við alla aðila sem koma að málefnum barna og unglinga.

Að vera heilsueflandi félagsmiðstöð.

(Heimild: Heimasíða Tónabæjar og https://www.facebook.com/felagsmidstodinTonabaer, 2018).

Afhending skjalasafns: Haraldur Sigurðsson kom með skjalasafn Tónabæjar (Kringlumýri) 2017, viðbót við safnið kom 2018.

Innihald: Fundargerðir, bréf, skýrslur, prentað mál, ljósmyndir og filmur, myndbönd/video, o.fl.

Tímabil: 1957-2006.

Magn: 23 öskjur.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Félagsmiðstöðin Tónabær
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2011 og 2018
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð félagsmiðstöðvar, barnamenning, ungmenni, Kringlumýri.