Félagsmiðstöðin Höllin

Nánari upplýsingar
Nafn Félagsmiðstöðin Höllin
Númer E3250
Lýsing

Sértæka félagsmiðstöðin Höllin tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ og er staðsett í Egilshöll.

Höllin býður fötluðum börnum og unglingum sem stunda nám í almennum grunnskólum og búa Grafarvogi, Grafarholti og á Kjalarnesi upp á skipulagt frístundastarf sem fer fram að skóladegi loknum.

Á veturnar er Höllin opin alla virka daga frá kl. 13:30- 17:00 og einnig á starfsdögum, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskafríum frá kl. 08:00- 17:00.

Á sumrin er annað fyrirkomulag og annar opnunartími. Skrá þarf sérstaklega í sumarstarfið en það hefst yfirleitt í kringum sumardaginn fyrsta.

Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Áhersla er lögð á aldursviðeigandi og einstaklingsmiðaða þjónustu sem tekur mið af styrkleikum og áhugasviði hvers og eins.

(Heimild: Tekið af heimasíðu Hallarinnar).

Afhending skjalasafns: Skjöl Hallarinnar komu til Borgarskjalasafns með skjölum frístundaheimila í Gufunesbæ í nóvember 2013.

Innihald: Fundargerðir, bréf, skýrslur, dagbækur, ráðningarsamningar, starfsmannamál, umsóknir, skráningarblöð

Tímabil: 2000-2012.

Magn: 2 stórar öskjur.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Félagsmiðstöðin Höllin
Flokkun
Flokkur Opinber skjöl
Útgáfuár 2013
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð félagsmiðstöðvar, barnamenning, ungmenni, Grafarvogur, Grafarholt, Kjalarnes, Gufunesbær, Egilshöll.