Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | UNIMA á Íslandi - Alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks |
Númer | E-394 |
Lýsing | UNIMA er skammstöfun fyrir Union Internationale de la Marionnette. Árið 1975 var haldið brúðuleikhúsnámskeið í Reykholti í Borgarfirði og var einn kennaranna Svíinn Michael Meschke, sem starfaði við Marionetteater í Stokkhólmi. Í lok þessa námskeiðs var stofnuð Íslandsdeild alþjóðasambands brúðuleikhúsfólks, UNIMA á Íslandi. Það var 24. júní sem fundurinn var haldinn og var markmið hans að kjósa stjórn og stofna Íslandsdeild í UNIMA. Fundarstjóri var Helga Hjörvar. Kosin var 5 manna stjórn. Jón E. Guðmundsson var einóma kosinn formaður. Hallveig Thorlacius var kosin ritari. Guðrún Svava Svavarsdóttir var kosin gjaldkeri. Messíana Tómadóttir og Ragnheiður Gústafsdóttir voru kosnar meðstjórnendur. Í varastjórn voru kosnir Guðbjörn Gunnarsson og Sigfús Kristjánsson. Endurskoðendur voru kosnar Bryndís Gunnarsdóttir og Arnhildur Jónsdóttir. Árgjald var ákveðið 1000 kr. og þar af gangi 300 kr. í árgjald alheimssamtakanna. Tillaga kom frá Michael Meschke um að formaður sé jafnframt fjárhagsmaður fyrsta árið. Tillaga kom fram um að varamenn megi sitja fundi en hafi ekki atkvæðisrétt, aðeins málfrelsi og tillögurétt. Einnig að fyrsta verk stjórnar verði að láta stjórn UNIMA í Pragh vita um stofnun þessa félags. Voru þessar tillögur samþykktar. Heimilisfang var ákveðið fyrst um sinn á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga. Aðalfundur verði haldinn í síðasta lagi fyrir 24. júní næsta ár. Stofnendur voru 35. Auk Meschke kenndu á námskeiðinu Daninn Henning Nielsen, Austurríkismaðurinn Erwin Piplits og Jón E. Guðmundsson. Meschke og Jón E. Guðmundsson gáfu laun sín fyrir kennsluna til að stofna Íslandsdeild UNIMA. Með stofnun UNIMA á Íslandi var stefnt að þróun brúðuleikhúss á Íslandi og stuðst við sjónarmið þeirra sem nú þegar eru meðlimir í UNIMA, t.d. í Svíþjóð. Í reglum þeirra segir m.a. að UNIMA : -séu heimssamtök sem stefna að því að koma á sambandi milli landa og þjóða, -hjálpi til að varðveita lifandi hefðir, -veiti upplýsingar sem stuðli að móralskri og fagurfræðilegri upplifun, -verndi hagsmuni meðlima sinna og lagalegan rétt í starfi. Þar segir einnig að UNIMA sé stofnun þar sem allar manneskjur í heiminum sem fást við brúðuleikhús af frjálsum vilja, safnist saman til þess, með list sinni, að þjóna friðarhugsjóninni og sammannlegum skilningi, burtséð frá pólitískum skoðunum eða trú. UNIMA var formlega stofnað í Pragh 1929 í sambandi við alþjóðlega brúðuleikshús- sýningu þar. Helsti hvatamaður að stofnun UNIMA var Paul Jeanne frá París. Árið 1977 var haldin að Kjarvalsstöðum brúðuleikhúshátíð. Sýndu þar þrír íslenskir hópar, Jón E. Guðmundsson, Leikbrúðuland og Brúðuheimilið. Árið 1982, í mars, var haldin brúðuleikhúshátíð á sama stað. Þá sýndu auk Jóns og Leikbrúðulands Þjóðverjinn Albrect Roser, Bandríkjamaðurinn Eric Bass, Svisslendingur sem var með leikhús sem heitir Theatre Grenier-Merinat og franskur leikflokkur sem heitir Theatre du Fust. Í sambandi við þessar sýningar voru ýmsar brúður til sýnis, m.a. Faust eftir nemendur Kurt Ziers frá 1941 úr sýningu Handíða- og myndlistaskólans. Árið 1983 frumsýndi Messíana Tómasdóttir Bláu stúlkuna á Kjarvalstöðum. Brúðuleikhúsið María nettagerðibrúðukvikmynd sem heitir Æðavarpið. Á Listahátíð í Reykjavík 1988 var brúðuleikhús einn þátta hátíðarinnar. Þá sýndi Leikbrúðuland Mjallhvíti í leikstjórn Petr Matásek frá Tékklandi sem jafnframt gerði leikgerð, leikmynd og brúður. Jón E. Guðmundsson var með tvær sýningar Mann og konu og Hans og Grétu. Auk þess kom til landsins austur-þýskur brúðuleikhúsmaður, Peter Washinsky með sýningum Earthworms. Í október- nóvember 1990 voru haldnir í Gerðubergi Dagar leikbrúðunnar. Eftirtaldir tóku þátt í þessum sýningum: Íslenska brúðuleikhúsið, Sögusvuntan, Brúðubílinn, Embluleikhúsið, Brúðuleikhúsið á Egilsstöðum, Dúkkukerran, Alchemilla, Leikbrúðu land. Í tilefni hátíðarinnar var einstaklingum og félögum, sem fengist hafa við leikbrúðugerð, gefið tækifæri til að sýna verk sín á sunnudögum. Jafnframt hófust námskeið í brúðugerð. Þetta námskeið hlaut nafnið Heimur brúðunnar. Kennt var á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og stóð námskeiðið í 6 vikur. Bryndís Gunnarsdóttir, stofnfélagi í UNIMA. Bryndís Gunnarsdóttir afhenti Borgarskjalasafni skjölin 29. maí 2008. Formáli skrifaður af Bryndísi Gunnarsdóttur, er fremst í öskju 1. Tímabil: Í safninu eru gögn um fyrstu 15 ár UNIMA á Íslandi, á tímabilinu 1975-1998. Bryndís Gunnarsdóttir afhenti Borgarskjalasafni viðbót við safnið 29. apríl 2010. Jóhanna Hafliðadóttir afhenti sama dag Borgarskjalasafni ljósmyndir frá námskeiði í Reykholti árið 1975, þar sem fyrsta stjórn UNIMA á Íslandi var kjörin. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-394 UNIMA á Íslandi - Alþjóðleg samtök brúðuleikhúsfólks (1975) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Fyrirtæki |
Útgáfuár | 2010 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | leikhús, menning, listir, brúðuleikur, alþjóðleg samtök |