Alþýðukórinn Söngfélag verkalýðsfélaganna í Reykjavík- S.V.Í.R.

Nánari upplýsingar
Nafn Alþýðukórinn Söngfélag verkalýðsfélaganna í Reykjavík- S.V.Í.R.
Númer E-637
Lýsing

Söngfélag verkalýsðsamtakanna í Reykjavík (Alþýðukórinn) var stofnað 27. febrúar 1950.

Það var öflugur blandaður kór sem starfaði innan verkalýðshreyfingarinnar um árabil.

Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld var aðalhvatamaður að stofnun kórsins og fyrsti söngstjóri hans. Markmið kórsins var frá upphafi að vinna að aukinni söng- og tónlistariðkun alþýðunnar í landinu, sérstaklega hvað snerti alþýðlega tónlist. Kórinn starfaði á árunum 1950-1967. Hann æfði og flutti lög og kórverk og mestur hluti verkanna voru frumflutt.

Árið 1960 var nafni kórsins breytt í Alþýðukórinn (S.V.Í.R) og nefndist hann það síðan.

Sigursveinn D. Kristinsson starfaði lengst sem söngstjóri kórsins (1950-1955). Aðrir söngstjórar voru þeir Guðmundur Jóhannsson (1951-1952) á meðan Sigursveinn var erlendis, Jón S. Jónsson, Ásgeir Ingvarsson, Magnús Einarsson og dr. Hallgrímur Helgason (líklega 1960-1967).

Kórinn gaf út litla plötu með nafninu Alþýðukórinn.

Hún var gefin út á vegum Fálkans (líklega fyrir jólin 1962) en í fjölmiðlum, um það leyti, voru tvær plötur sagðar væntanlegar. Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan finnast ekki upplýsingar nema um aðra plötuna. Hins vegar komu tvö lög út á plötunni Amma raular í rökkrinu (árið 1975) en á þeirri plötu er að finna lög Ingunnar Bjarnadóttur í flutningi ýmissa listamanna.

Þau lög með Alþýðukórnum er ekki að finna á litlu plötunni.

Ljósmyndir af Alþýðukórnum er einnig að finna í Einkaskjalasafni nr. 630 Litla- Brekka.

Skjalaskrá
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn E-637 Alþýðukórinn í Reykjavík (1950)
Flokkun
Flokkur Félagasamtök
Útgáfuár 2018
Útgefandi Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Leitarorð verkamenn, verkalýðsfélög, kórar,