Nánari upplýsingar | |
---|---|
Nafn | Ágúst Jónsson - Mjóstræti 10 |
Númer | E-91 |
Lýsing | Ágúst Jónsson fæddist þann 8. ágúst 1896 í Hákonarbæ í Grjótaþorpi er varð síðar Mjóstræti 10, Reykjavík. Foreldar Ágústs voru Jón Torfason útvegsbóndi (f. 1855 – d. 1928) og Guðríður Helgadóttir (f. 1864 – d. 1935). Árið 1915 lauk Ágúst sveinsprófi í húsgagnabólstrun og veggfóðrun sem hann nam undir handleiðslu Eyjólfs Eyvindarsonar meistara. Eftir sveinsprófið lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann lagði enn meiri áherslu á nám sitt við húsgagnabólstrun – sem varð hans ævistarf. Ágúst opnaði sína fyrstu vinnustofu á Vesturgötu en flutti hana svo inn á æskuheimilið, Mjóstræti 10. Eiginkona Ágústs var Magda María Balzeit (Jónsson) frá Þýskalandi, þau giftust árið 1935 og eignuðust sjö börn; Jón T. (f. 1936 – d. 2017), Theódór Helgi (f. 1938 – d. 2022), Hans (f. 1939 – d. 1968), Guðríður (f. 1942 – d. 2021), Ágústa (f. 1944), Torfi Halldór (f. 1946) og Geir (f. 1949). Ágúst lést þann 6. september 1969. Heimildir: Afhending: Helgi M. Sigurðsson, starfsmaður á Árbæjarsafni, afhenti Borgarskjalasafni skjalasafnið fyrir hönd Torfa Ágústssonar, sem var sonur Ágúst Jónssonar, þann 27. nóvember 1995. |
Skjalaskrá |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | E-91 Ágúst Jónsson (1896 - 1969) |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Einstaklingar |
Útgáfuár | 1995 |
Útgefandi | Borgarskjalasafn Reykjavíkur |
Leitarorð | karl, hús, byggingasaga, Mjóstræti, Ljósvallagata, Brávallagata, Grettissaga, Bandamannasaga, vegabréf, kvaðning, erfðaskrá. |