„Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi“ framhald.

Uppskriftarbók úr skjalasafni hjónanna Hilmars Pálssonar (f. 1922 - d. 2004) og Svövu Björnsdóttur (f. 1921 - d. 2009) nr. E-291.

Uppskriftir úr fórum Önnu Jórunnar Theodórsdóttur (f. 1899 - d. 1987) skjalasafn nr. E-001(141).

Mörg dæmi er að finna í uppskriftarbókum að blaðaúrklippum hafi verið haldið til haga og jafnvel límdar fastar í uppskriftarbækurnar. Í skjalasafni Hilmars og Svövu er mikið magn af uppskriftum bæði handskrifuðum, blaðaúrklippum, bæklingum og tímaritum. Blaðaúrklippan sem límd er í þessa uppskriftabók birtist í dagblaðinu Vísi þann 10. desember 1969. Trúlega hafa uppskriftirnar hægra megin verið skrifaðar niður um svipað leiti. 

Skjalasafn Önnu Jórunnar samanstendur að mestu úr uppskriftum hvort sem þær má finna í matreiðslubókum, bæklingum eða handskrifaðar á blöð eins og sjá má hér. Uppskriftirnar ná allt aftur til byrjun tuttugustu aldar en líklegt er að uppskriftirnar sem birtar eru hér hafi hún skrifað niður á seinni árum. Það sést einna helst á bréfsefninu sem og skriftarhendinni. 

 

Uppskriftarbók í skjalasafni Guðjóns Árna Sigurðssonar (f. 1921 - d. 2012) nr. E-504

Uppskriftarbókin er úr fórum Guðlaugar Guðmundsdóttur (f. 1895 - d. 1994) en eitthvað af skjölum hennar er varðveitt í skjalasafni Guðjóns Árna.

 

Humarsúpa, steiktar rjúpur og snjóbúðingur. Það er vel hægt að ímynda sér að þennan matseðil á aðfangadagskvöldi. 

Uppskriftir með kúrenum eru eflaust fáséðar nú til dags á hátíðarborðum eða í smákökuboxum Íslendinga yfir jólin og kramarhúsin nú oftar úr pappa en deigi.