Einkaskjalasöfn

Vissir þú... að Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir ekki bara opinber gögn stofnanna borgarinnar? Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir rúmlega 1.000 einkaskjalasöfn einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka. Með því að taka á móti og varðveita einkaskjalasöfn einstaklinga, félaga og fyrirtækja sinnir Borgarskjalasafn Reykjavíkur mikilvægu menningarlegu hlutverki.

 

Saga Mjóstrætis 10 hefur nú verið reifuð í gegnum opinber skjöl borgarinnar. Hvað liggur þá eftir einstaklinganna sem þar bjuggu? Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasafn Ágústs Jónssonar, sem búsettur var á Mjóstræti 10. Upplýsingar um safnið og skjalaskrá má nálgast hér.

Smellið á skjalið til að stækka.

        

Skjal 1.1 og 1.2 Viðskiptabók Jóns Torfasonar, föður Ágústs Jónssonar, og Thomsens Magasín, 1909.

                                          

  • Til vinstri má sjá merkingu bókarinnar. Áhugavert er að Jón sé kenndur við Hákonarbæ þó hann hafi verið rifinn rúmum áratug áður. 
  • Til hægri má sjá vöruviðskiptin sem áttu sér stað. Hér á ferð er góð heimild um vöruframboð verslanna sem og neyslu einstaklinga á fyrsta áratug 20. aldar. 
  • Hægt er að lesa nánar um umfjöllun um Thomsen Magasín hér.
                                                                                

Skjal 1.3 Reikningar Húsgagnaverslun Ágústs Jónssonar, 1931-1932.

Ágúst Jónsson var húsgagnasmiður og rak verslun sína fyrst að Vesturgötu 3 en flutti hana síðar í Mjóstræti 10.

  • Slíkar heimildir geta varpað ljósi á hvers konar þjónustu veitti húsgagnaverlsun á fyrri hluta 20. aldar, hvert var vöruframboðið og hverjir nýttu sér þjónustuna. 

 

 

Skjal 1.4 Viðskipti á Ísafirði

Bréf til Ágústs frá Ísafirði um hraða viðgerð á dívan, 1934.

  • Hér sést að viðskipti Ágústs voru ekki aðeins innan bæjarmarka Reykjavíkur heldur teygðu anga sína um land allt t.d. til Ísafjarðar. 

Skjal 1.5 Alþjóðleg viðskipti

Alþjóðleg viðskipti.

  • Að öllum líkindum er þetta útlistun á þeim vörum og efnivið sem Ágúst hefur þurft að nálgast út fyrir landsteinanna til Svíþjóðar og Þýskalands til notkunar í iðn sinni.

 

Skjal 1.6 Kvaðning til starfs við loftvarnir í seinni heimstyrjuöldinni

Þann 2. ágúst 1940 voru sett bráðabirgðalög um loftvarnaráðstafanir.

  • 4. gr. bráðabirgðalaganna kvað á um að það væri „borgarlega skylda að vinna án endurgjalds að undirbúningi loftvarna eftir fyrirmælum lögreglustjóra og loftvarnanefnda svo og að hlýða öllum fyrirmælum og reglum varðandi loftvarnaráðstafanir samkvæmt lögum þessum, þar á meðal að taka þátt í fyrirskipuðum æfingum.“
  • Ný lög tóku gildi um ári seinna, lög nr. 52/1941 um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum. Fjórða grein hélst óbreytt. 
  • Hér er hægt er að nálgast leiðbeiningabækling fyrir almenning um loftvarnir sem gefnar voru út árið 1940 af Loftvarnarnefnd. Bæklinginn má finna í skjalasafni Bjarna Benediktssonar sem varðveitt er á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. 

Skjal 1.7 Vitni að stuldi

Tvö vitni af stuldi á timbri Ágústs Jónssonar, árið 1936.

  • Eftir að Ágúst fékk leyfi frá byggingarnefnd til þess að reisa vinnustofu sína lenti hann í klóm fingralangs nágranna. 
  • Varðveisla einkaskjalasafna er mikilvæg því án þeirra væri saga samfélaga mun einsleitari. 

 

 

Í þessu ferðalagi hafa verið kynntar ýmsar leiðir til þess að varpa ljósi á sögu Reykjavíkur og íbúa þess út frá safnkosti Borgarskjalasafns Reykjavíkur og hvernig hægt er að nýta ólík skjalasöfn til þess að þræða saman söguna. Opinber skjalasöfn hafa oftar en ekki að geyma stjórnsýslulegar ákvarðanir gagnvart þegnum sínum sem geta reynst bæði almenningi og stofnunum mikilvæg. Einkaskjalasöfn sýna aðra hlið sögunnar, þau geta varpað ljósi á daglegt líf almennings í Reykjavík, viðhorfi þeirra og jafnvel tilfinningum.  

Takk fyrir samfylgdina í gegnum skjölin. Ef spurningar vakna er alltaf hægt að senda okkur fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarformið hér.

                                                                                                                                      Til baka í upphafsfrétt