Í einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar eru athyglisverðar heimildir um aðdragandann að aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO). Þar á meðal eru minnisblöð og minnispunktar Bjarna, sem gegndi stöðu utanríkisráðherra á þessum tíma og var því í fararbroddi þeirra stjórnmálamanna sem undirbjuggu þátttöku Íslands í bandalaginu.
Hér fyrir neðan birtast hluti af umræddum skjölum frá miðjum ágúst 1948 til loka marsmánaðar 1949.
Minnisblöð og önnur skjöl ágúst 1948
Minnisblöð og önnur skjöl október 1948
Minnisblöð og önnur skjöl nóvember 1948
Minnisblöð og önnur skjöl desember 1948
Minnisblöð og önnur skjöl janúar 1949
Minnisblöð og önnur skjöl febrúar 1949
Minnisblöð og önnur skjöl mars 1949
Samþykki Alþingis á aðild Íslands að Norður-Atlantshafssáttmálanum 30. mars 1949
Aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO) var eitt umdeildasta ágreiningsmálið á pólitískum vettvangi hér á landi á síðustu öld. Þingsályktunartillaga um þátttöku Íslands í NATO var lögð fyrir Alþingi 26. mars 1949. Aðildin var samþykkt þann 30. mars með 37 atkvæðum gegn 13 eftir geysiharðar umræður á þingi. Allir tíu þingmenn Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins voru á móti. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson og framsóknarmaðurinn, Páll Zophoníasson greiddu einnig atkvæði á móti og framsóknarmennirnir, Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson, sátu hjá.
Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um aðild Íslands að NATO og umræður á Alþingi um tillöguna.
Samþykkt um þátttöku Íslands í Norður Atlantshafssamningi.
Umræður á Alþingi um Norður-Atlantshafssamninginn.
Sjá einnig:
Maður í mótun - skjöl frá yngri árum Bjarna Benediktssonar