Einkaskjalasafn Bjarna Benediktssonar spannar allt lífshlaup hans. Megininntak safnsins eru skjöl sem varða fjölbreyttan feril hans sem stjórnmálamanns. Skjölin endurspegla vel störf hans í þágu borgar og þjóðar á áratugum mikilla breytinga. Þau sýna aðkomu Bjarna að mörgum stærstu hagsmunamálum Íslendinga á 20. öld. Bréf hans og skjöl gefa persónulega sýn á atburði og málefni þessa tíma og varpa nýju ljósi á stjórnmálamanninn Bjarna Benediktsson og sögu þjóðarinnar.
Safnið er ennfremur ríkt af persónulegum heimildum, allt frá æskuárum Bjarna Benediktssonar. Elstu skjölin sýna vel hvert hugur Bjarna stefndi og hvernig hann mótaðist sem einstaklingur og stjórnmálamaður.
Nú stendur yfir skráning á einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar á Borgarskjalasafni Reykjavíkur og hefur það verið aðgengilegt fræðimönnum frá árinu 2009. Þau eru ekki heildarsafn skjala um viðkomandi málaflokk heldur er þeim ætlað að veita innsýn í þær heimildir sem er að finna í einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar.
Maður í mótun Inngangan í NATO Sambandsslitin við Danmörku Stjórnarskrármálið