Fjögur stutt brot af einni af talplötunum sem Ólafur sendi bróður sínum, Thor Thors sendiherra í Washington. Textað.
Stórafmæli í vændum
Ólafur segir fréttir af Thor Jensen, föður þeirra bræðra. Textað. (1:48)
Frúkostur á Bessastöðum
Ólafur segir frá því er sendiherra Íslands í London, Pétur Benediktsson, var fyrirvaralaust leystur frá störfum þar haustið 1943. Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra í Utanþingsstjórninni ætlaði Pétri að fara til Moskvu, en Pétri var það þvert um geð. Við sögu kemur hádegisverðarboð hjá Sveini Björnssyni ríkisstjóra og konu hans frú Georgíu Björnsson, sem Pétur fór í ásamt foreldrum sínum. Textað. (5:03)
Leyniviðræður við 'kommana'
Ólafur greinir Thor frá viðræðum sínum við forystumann sósíalista og þreifingum um stjórnarsamstarf síðla árs 1943. Báðir aðilar höfðu hug á að koma frá Utanþingsstjórninni sem Sveinn Björnsson ríkisstjóri Íslands hafði skipað árið áður. Textað. (8:47)
Kveðja frá Thor Jensen
Ólafur hljóðritaði kveðjur foreldra sinna, Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar, í jólaboði árið 1943. Thor var þá nýorðinn áttræður og er þetta eina hljóðupptakan sem vtað er að til sé með honum. Textað. (2:42)