Gamall haus


A- Á- B- C- D- E- F- G- H- I- Í- J- K- L- M- N- O- Ó- P- R- S- T- U- V- X- Y- Z- Þ- Æ- Ö

 
Borgarbókasafn (0,36 MB)
Skrá yfir söguleg skjöl Borgarbókasafns Reykjavíkur er skrá yfir skjöl safnsins sem ekki eru lengur í daglegri notkun en varðveita á til frambúðar. Þau eru frá árunum 1873 – 2001 u.þ.b. Elst eru eintök af gömlu útgefnu efni frá 1873 til 1918 sem ástæða þótti til að taka með.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarendurskoðun - ljósmyndir frá 1998-2003 (0,34 MB)
Ljósmyndir í tveimur ljósmyndamöppum frá móttöku í Tjarnargötu 12 og félagsstarfi starfsmanna Borgarendurskoðunar

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarlæknir (0,56 MB)
Dr. Jón Sigurðsson réðist til þjónustu borgarinnar sem heilbrigðisfulltrúi árið 1946. Árið 1948 var Jón Sigurðsson ráðinn borgarlæknir og þegar héraðslæknisembættið losnaði voru þessi tvö embætti sameinuð. Gegndi dr. Jón hinu sameinaða embætti frá ársbyrjun 1950 til síðari hluta árs 1974. Skúli Guðmundur Johnsen læknir var skipaður borgarlæknir í Reykjavík 1974-1990 og héraðslæknir í Reykjavíkurhéraði 1990-1996.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarskipulag - Reykjavíkurflugvöllur (0,26 MB)
Hugmyndir um stækkun og síðar færslu Reykjavíkurflugvallar á árunum 1973-2002. Einnig starfsemi á flugvellinum, umhverfi umhverfisvernd o.fl.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarskipulag Reykjavíkur (0,63 MB)
Fram til ársins 1957 voru skipulagsmál Reykjavíkur í höndum Húsameistara Reykjavíkur, en það ár var skipulagsdeild Borgarverkfræðings stofnuð. Var þá farið að vinna meir að skipulagsmálum í bænum. Við gerð aðalskipulags 1962-1983, kom í ljós nauðsyn þess að hafa sérstaka stofnun til þess að gera og hafa eftirlit með aðalskipulaginu. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar varð til 1972, en verksvið skipulagsdeildarinnar var að gera deiliskipulag og undirbúa fundi skipulagsnefndar.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarskjalasafn Reykjavíkur (1,26 MB)
Skjala- og minjasafn Reykjavíkur var stofnað með ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur 7. október 1954 og þ.a.l. skipun skjala- og minjavarðar. Viðurkenning sem héraðsskjalasafn Reykjavíkur hafði áður verið fengin 30. apríl sama ár eftir ákvæðum laga nr. 7/1947. Skjala- og minjasafninu var skipt upp í tvö aðskilin söfn í ágúst 1967, Skjalasafn Reykjavíkurbæjar annars vegar og Árbæjarsafn hins vegar, og í framhaldi af því tekin upp starfsheitin borgarskjalavörður og borgarminjavörður. Með samþykkt borgarráðs 1983 var nafni skjalasafnsins breytt í Borgarskjalasafn Reykjavíkur.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarspítalinn í Reykjavík - Sjúkrahús Reykjavíkur (0,46 MB)
Um það bil 50 ár eru liðin frá því Borgarspítalinn í Fossvogi í Reykjavík tók til starfa, en hann tók til starfa í árslok 1967. Spítalinn var byggður og stofnaður til þess að bregðast við því sem mun hafa jaðrað við öngþveiti í sjúkrahúsmálum í Reykjavík. Starfsemi í nafni hans lauk síðan með sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna árin 1996-2000.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Borgarverkfræðingur - byggingadeild (0,51 MB)
Deildin var sjálfstæður hluti af embætti borgarverkfræðings. Tímabil 1941-2002.

Lesa nánar á vefsíðu