Gamall haus


Alþýðuhús Reykjavíkur

 

 

Einkaskjalasafn nr. 55

 

 

 

Alþýðuhús Reykjavíkur

 


 

Formáli

 

Í þessari skrá kölluð Alþýðuhús Reykjavíkur eru skjöl sem fundust í Iðnó, stytting úr Iðnaðarmannafélagshúsinu Vonarstræti 3. Þau  tilheyrðu ýmsum aðilum, sem á umræddum árum 1919 til1937, voru að meira eða minna leyti undir sama hatti; þ.e. Alþýðusambandi Íslands. Þarna er átt við eftirtalda aðila; Alþýðubrauðgerðina og Alþýðuprentsmiðjuna.  Alþýðusamband Íslands,  Alþýðuflokkinn og Alþýðublaðið o.fl.

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, Iðnó, Vonarstræti 3 og Hverfisgötu 8 til 10. Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna, ásamt einstökum verkalýðsfélögum t.d. Dagsbrún og minni félögum eða stofnunum s.s. Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, Alþýðuskóli Reykjavíkur, Fisksala Alþýðuflokksfélaganna o.fl.

 

Bygging Alþýðuhússins við Hverfisgötu lauk árið 1936 og í tímans rás voru þar meðal annars skrifstofur verkalýðsfélaganna og ritstjórn Alþýðublaðsins. Skattstofan í Reykjavík var lengi í Alþýðuhúsinu og síðar Hagstofan. Húsið var fyrir nokkru endurbyggt og í dag er þar til húsa Hótel 101 – Reykjavík.

 

 

Gögn sótt í Vonarstræti 3, í júní og júlí 1993.

 

 

Fregnir bárust af því að undir súð að Vonarstræti 3 væri að finna töluvert magn skjala. Smiðir voru þá í óða önn að rífa þil frá súð sem hafði verið algjörlega lokað, þetta voru ekki geymslur. Þarna undir súðinni reyndist vera mikið magn skjala.  Mikið af skjölunum var innpakkað í ómerktan umbúðapappír og bandi brugðið utan um.  Reyndist þar mikið magn verðmætra skjala eins og fram kemur í fyrstu öskjunum.

 

 

Skjalaskrá

 

 

Askja 1

 

Fundargerðabækur  Alþýðusambands Íslands II.;

Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1918-1919 og

Sambandsstjórnar Alþýðusambands Íslands 1918-1922.        

Þingskjöl 2. og 3. sambandsþings Alþýðusambands Íslands.

 

Fundargerðabók fyrir Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík 2. bók 

frá 6. maí 1919 til 14. janúar 1922. 

6. maí er fyrsti fundur eftir að ný starfsreglugjörð verkalýðsfélaga gekk í gildi.

Einnig er í bókinni fulltrúatal 1918-1920 og efnisyfirlit yfir fundi ráðsins.

 

Fundargerðabók nr. 4

Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, byrjuð 5. desember 1925 til 8. janúar 1932.

 

Fundargerðabók nr. 5

Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík byrjuð1. apríl 1932 til 4. júní 1937.

 

Fundargerðbók nr. 6

Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík byrjuð 18. júlí 1937 til 1. apríl 1942.

 

Fundargerðabók Fulltrúaráðsstjórnar 25. febrúar 1931 til  2. apríl 1941.

Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna  m.a. yfirlýsing meirihluta

stjórnar fulltrúaráðsins 15. apríl 1938  vegna deilna um  Alþýðuhúsið.

 

Kassabók  Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna.

Tekjur og gjöld 1923-1942.  Athugasemdir endurskoðenda frá 1931.

 

Bréf, breytingatillögur við reglugerð Fulltrúaráðsins (ódags).

Um  Styrktarsjóð Verkalýðs- og sjómannafélaganna í Reykjavík; bréf og skýrslur 1930-1940.

 

Bréf til Fulltrúaráðs verkalýðsins og ýmislegt varðandi fundi ráðsins og stjórn þess 1929-1940.         

 

Skuldabréf  frá 1921.

 

Askja 2

 

Fundargerðir Sambandsstjórnar ASÍ og  stjórnar Alþýðusambands íslands

21. júlí  til 11. nóvember 1940.

Einnig greinargerð um sameiningarmál Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokks Íslands 1937-1938.         

 

Deilur og greinargerð Héðins Valdimarssonar (blaðaúrklippur) við aðra Alþýðuflokksmenn,

1938.

 

Bréf og greinargerðir Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vegna hugmynda

um þjóðstjórn og hugsanlega samsteypustjórn þeirra 1939.

 

Alþýðuhús Reykjavíkur hf. Ýmislegt varðandi stofnun félags um húsið og skrásetningu. 

Bréf 2. september 1933 og 7. júlí 1934 og fundarboð 14. júlí 1934.   Aðdragandi stofnunarinnar.

 

Stofnsamningur fyrir Alþýðuhús Reykjavíkur hf.  10. júlí 1934, 

(einnig uppkast af stofnsamningi). 

Stofnendafundur 10. og 17. júlí, ásamt skrá yfir þá sem mættu á fundinn.

 

Samþykktir fyrir Alþýðuhús Reykjavíkur hf. og stofnsamningur 1934. Tillögur á aðalfundi 1935.

 

Skrá yfir aðildarfélög að ASÍ o.fl.

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, húsnæðismál;

Áskorun frá Jafnaðarmannafélagi Íslands1932 um byggingu Alþýðuhúss.

 

Fundur í Fulltrúaráði 1933; kosning nefndar til að athuga möguleika á byggingu hússins. Lán vegna byggingarinnar.

 

Ýmis bréf;  útboðslýsingar vegna framkvæmda og breytinga.

Húsnæðismál Tryggingastofnunar og Iðju, um nýtingu húsnæðis, afborganir o.fl.                                                                    

 

Bréf; bréf frá ríkisskattanefnd 8. janúar 1936. 

Bréf þeirra átta sem  rituðu undir stofnsamning og skrá yfir innborgað hlutafé á árinu 1934.

 

Skrár yfir aðila sem lofað höfðu hlutafé  en ekki gert skil 1934-1935.

 

Tilkynningar um hlutafélög 1921.

 

Askja 3

 

Bréf varðandi byggingu Alþýðuhússins Hverfisgötu.

Skuldbindingaskjöl þeirra, sem greitt höfðu hlutafé  til Alþýðuhúss Reykjavíkur fyrir árslok

1934,  ásamt viðbótum árin 1935 og 1936.

 

Innleyst bráðabirgðaskírteini 1934.

 

Aðalskrá og viðbótarskrá um hluthafa í Alþýðuhúsi Reykjavíkur 31.12. 1934-1939, ásamt bréfi 1935.

 

Hlutafé; Óinnheimt, sem á að koma inn 1936.

Skuldbindingar um framlagningu hlutafjár 1935-1936.

Viðurkenningar fyrir hlutabréfum og móttaka á greiðslum 1945-1946.             

 

Ýmislegt;  Efnahagsreikningur 1934.

Aðalfundur 1937 og aðgöngumiði að aðalfundi1938.

Skrá yfir þá sem greitt hafa minna en lofað var eða ekkert greitt 1937.

Árs- og rekstursreikningar 1936-1938; sjóðtalning.

Umboð fyrir atkvæði á fundum  félagsins                                       

 

Ýmislegt 1935-1936: Skrá um hluthafa 31. desember 1936.

Virðing húseignar, tilboð og verksamningur um hitalögn o.fl.

 

Teikningar af Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 8 til 10, 1935.

 

Askja 4

 

Ýmsir aðgöngumiðar 1928 til ca. 1970.

Fundir og mannfagnaður, aðgöngumiðar að:   

Alþýðuhúsið - Iðnó við Vonarstræti.

Bjarg við Bröttugötu (etv. í Fjalarkettinum, Góðtemplarahús 1932?)

Báran, Bárubúð og KR-húsið við Vonarstræti

Goodtemplarahúsið (Gúttó) við Templarasund.                                

Hótel Hekla við  Lækjartorg og Hótel Ísland við Austurstræti.        

Ingólfscafé við Hverfisgötu.

Ingólfshvoll við Hafnarstræti.                                                           

Jaðar við Skólavörðustíg.

Nýja bíó Austurstræti 22 b og Gamlabíó við Ingólfsstræti.

Varðarhúsið þar sem nú mætast Kalkofnsvegur og Tryggvagata 1993.                              

Ýmsir miðar utanbæjar.          

Ýmis félagaskírteini og inngöngubeiðnir í félög 1928-1950.

Félög: Byggingafélag verkamanna.

Dagsbrún  og Verkakvennafélagið Framsókn.

Jafnaðarmannafélag Íslands og Félag ungra jafnaðarmanna.

Félag Járnsmíðanema.  

Sjómannafélag Reykjavíkur. 

Sendisveinadeildin. 

Kaupfélag alþýðu.

Kvæðamannafélagið Iðunn  og  félög utan Reykjavíkur.

 

Iðnó og Ingólfscafé. Nokkrar leiðbeiningar og samkomulagsatriði um ígripastörf á ofangreindum stöðum.

Ráðningar- og starfslýsingar  fyrir umsjónarmenn, dyraverði o.fl.

 

Lög um Alþýðutryggingar, útgefið  af Tryggingarstofnun ríkisins 1936.

 

Verkamannafélagið Dagsbrún; lög og fundarsköp.

 

Yfirlit yfir meðferð nokkurra mála á Alþingi, útg. 1934.

 

Handbók Alþýðuflokksins, 156 bls.

 

Askja 5

 

Ýmislegt frá verkalýðsfélögum varðandi kosningar o.fl. 1928-1937.

Fundarboð 1928, umslag um kjörmiða,

Spjöld Vinnumiðlunarskrifstofu 1937. 

 

Þing ASÍ 1936, um sjúkra- og atvinnuleysistryggingar 1935.

Lög um alþýðutryggingar 1936 og frumvarp um alþýðutryggingar 1955.

 

Auglýsingar, kvittanir, póstkröfur, orðsendingar, tilkynningar o.fl. 

 

Eyðublöð varðandi Alþýðuskóla Reykjavíkur og  Byggingafélags alþýðu 1936.

Eyðublöð: Alþýðubrauðgerðin, Alþýðuprentsmiðjan, Alþýðublaðið,  Alþýðuhúsið o.fl.

Eyðublöð; Félög (ungra) jafnaðarmanna, Dagsbrún, ASÍ, o.fl.           

Eyðublöð; Raftækjaverslun Íslands, Tóbaksverslun Íslands og Tóbakseinkasala ríkisins. Rafmagnsveita Reykjavíkur.

Eyðublöð; Vinnumiðlunarskrifstofa í Alþýðuhúsinu og greiðslukvittanir til Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og reikningseyðublöð Iðnó.

 

Askja 6

 

Alþýðuprentsmiðjan; fylgiskjöl 1927-1929 (nótur, reikningar o.fl.)

 

Askja 7

 

Alþýðuprentsmiðjan; fylgiskjöl 1930.

 

Askja 8

 

Alþýðuprentsmiðjan; fylgiskjöl 1933.         

                            

Askja 9

 

Alþýðuprentsmiðjan, fylgiskjöl 1933-1935.

 

Samningur milli Hins íslenska prentarafélags og Félags prentsmiðjukvenna

annarsvegar og Félags íslenskra prentsmiðjueigenda hinsvegar 1926.

 

Frumvarp að lögum fyrir Hið íslenska prentarafélag, samið 1927 og breytingar

á lögum Hins íslenska prentarafélags, samþykktar á fulltrúafundi 1927. 

Fundargerðabók Bókaverslunar M.F. A. h/f,  hluthafar 1951-1955

 

 

 

Menningar- og fræðslusamband alþýðu.

 

Fundargerðabók stjórnar Bókaverslunar M.F.A. h/f. 1951-1955 o.fl.

 

Askja 10

 

Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna: Codex Ethicus (lög) fyrir Samband starfsmanna ríkisins,  samþykkt á fulltrúaráðsfundi 13. júlí 1919.

Reglugerð fyrir Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, þeirra sem eru í 

Alþýðusambandi Íslands (einnig frumvarp) 1919.            

 

Reglugerð um starfssemi fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, ódags.

Fulltrúaráðið; nafnalistar, stjórnarkosning 1920.

Ýmis félög 1920,  fastanefndir og fulltrúaráð 1928-1933.                                

 

Fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksins 6. júlí 1918.

Ýmislegt um stofnun Alþýðubrauðgerðarinnar1917 og rekstur til 1925.

 

1. maí nefndin: dreifibréf og 1. maí blaðið 1925.

Ýmis bréf og yfirlýsingar varðandi Fulltrúaráðið 1918-1925.

 

Frumvarp til laga um dýrtíðarhjálp, innlánsskírteini o.fl. (ódags). 

Reksturs- og efnahagsreikningur 1918-1919. 

 

Lóð og hús: víxlar, nótur 1922 og greinargerð viðvíkjandi byggingu Alþýðuhússins 1928,  lán, reikningar og útgjöld 1919-1922.       

 

Skrá yfir fastanefndir í fulltrúaráðinu  o.fl.                     

Verkamannafélagið Dagsbrún, lög, fundasköp, reglugerðir og  skipulagsskrár útg. 1937.                      

 

Skeggi, málgagn Frjálslynda flokksins í Reykjavík, með stefnuskrá 1926.                                

Ýmis málgögn, lög o.fl.  af  landsbyggðinni 1933-1934.        

 

Ákæran, Þjóðvörn og Íslensk endurreisn, útg. af Þjóðernissinnum. 

Hamar, útgfið af  Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði.

Nokkur málgögn verkalýðshreyfingar eða kommúnista;  Verkamaðurinn, Kotungur, Austur-Húnvetningur, Einherji og ávarp til fátækra bænda. 

 

Lög ýmissa verkalýðsfélaga m.a. Baldurs á Ísafirði og Einingar á Akureyri.

Lög Verkamannafélags Bolungarvíkur og Þingeyrar o.fl. 

 

Askja 11

 

Alþýðusamband Íslands:

Reikningar og gjöld, fylgiskjöl 1916-1922 ásamt viðskiptabók við Landsbankann 1920-1925 og ávísanahefti 1918-1922 (útfyllt).

 

Reikningsyfirlit ýmissa stofnana  ASÍ 1918-1921.                        

Ferð Jóns Baldvinssonar til Kaupmannahafnar 1918, tekjur og gjöld.    

 

Framboðslisti við hlutbundanar kosningar til Alþingis 5. ágúst 1916. Bréf varðandi fram-

lagningu listans undirskrifað af Helga Þorbjörnssyni? og Ottó N Þorlákssyni 5. júní 1915.

 

Á morgun,  kosningablað Alþýðuflokksins 1918 1. ár 1. tbl.

Kosningarnar 1918, 1919 og 1920, fylgiskjöl o.fl.

Bókbandssveinafélag Reykjavíkur.  Bréf, ósk um inngöngu í ASÍ 1920. 

Bréf til og frá ASÍ 1921 og skuldaviðurkenning 1922.             

Nefndarálit vegna hallareksturs og breytingatillögur við lög ASÍ 1926-1927.

Alþingismál Alþýðuflokksins 1928 og 1929, skrá yfir gang mála.                  

 

Bréf til og frá ASÍ 1926-1930 ásamt úrklippum úr Morgunblaðinu 1926. 

 

Sambandsblaðið, 1.tbl. 1.árg. útg. stjórn ASÍ, 1928.                      

 

Fylgiskjöl 1930-1931, yfirlit yfir kostnað við för Árna Ágústssonar til Ísafjarðar 1931.

 

Alþýðuflokkurinn; "Landið eitt kjördæmi", álit fulltrúa í milliþinganefnd um kjördæmaskipunina 1931-1932.                

 

Alþýðuflokkurinn; skrifstofa fyrir Alþýðuflokkinn 1930, greinargerð.

 

Ýmislegt varðandi störf stjórnar ASÍ og  stofnun safns ASÍ 1931.

 

Bréf frá ASÍ og Framsókn, Verkakvennafélagi 1931 og 1932. 

 

Samningur stjórnar ASÍ og ríkisstjórnarinnar 16. maí 1935.

 

Frumvarp til laga fyrir ASÍ og Alþýðuflokkinn, Sambandsþingið 1938 o.fl.

 

Askja 12

 

Alþýðusamband Íslands:

10. Sambandsþing ASÍ 1930. Þingtíðindi ASÍ og verkalýðsráðstefna.       

 

11. Sambandsþing ASÍ 1932. Þingtíðindi ASÍ.

Þingskjöl 11. Sambandsþings ASÍ, ásamt þingmannaskrá.

Stefnuskrá  Alþýðuflokksins í bæjarmálum og  landbúnaðarmálum.

Ýmsar áskoranir og yfirlýsingar varðandi atvinnumál, kaup og kjör o.fl.

Nefndarálit og þingsályktanir.

Rekstursreikningur ASÍ 1928-1931 og fjárhagsáætlun fyrir 1933-1934. 

Greinargerðir frá ýmsum nefndum þingsins s.s:

Allsherjarnefnd, Fjárhagsnefnd, Laganefnd o.fl.  

 

Fundargerð Verkalýðsmála- og skipulagsnefndar ASÍ ásamt breytingum  á tillögum. 

Kjörbréf, eða fulltrúabréf á þingið.

Skrá yfir félög í ASÍ 1932.

Tillögur blaðanefndar ásamt viðaukum og breytingum o.fl.

 

Askja 13    

                     

Alþýðusamband Íslands.

12. Sambandsþing ASÍ 1934. þingtíðindi ASÍ

Skrá yfir helstu mál sem til meðferðar voru á 12. þingi  ASÍ, þingmannaskrá.

 

Fundargögn; ýmis nefndarálit, ályktanir og skrá um félög innan ASÍ.               

Kosningar og nefndarálit ýmissa nefnda.

 

Tillögur og nefndarálit ýmissa nefnda ásamt áskorunum og undirskriftum, áskoranir og bréf einstakra fulltrúa.                    

 

Skýrsla formanns verkamálaráðs um kaupdeilur 1933-1934.  

Skýrsla forseta ASÍ Jóns Baldvinssonar flutt á þingfundi 17. nóvember 1934,

þingskjöl merktar "yfirlýsingar" mest tillögur og nefndarálit o.fl.  

 

 

Askja 14

 

Alþýðusamband Íslands. 12. Sambandsþing (frh).

Bréf til og frá stjórn ASÍ varðandi kosningar til þingsins 1934 og kjörbréf 

kjör fulltrúa ýmissa stéttarfélaga á þingið o.fl.

Afgreidd kjörbréf 1934. 

 

Yfirlýsingar um að menn tilheyri engum öðrum flokki en Alþýðuflokki,

ásamt drengskaparheiti. 

 

Kjörbréf, yfirlýsingar verkalýðsfélaga um hvern félagið hafi valið sem fulltrúa þess.

 

Nefndarkosningar til sambandsþingsins.

Ýmislegt af fundum.

Fjöldi fulltrúa einstakra verkalýðsfélaga. 

Gerðabækur 1. til 3. fundar sambandsþingsins 1934 (samtíningur). 

 

Alþýðublaðið. Málefni Landsfundar sambandsþings ASÍ 1934 um kaup og kjör í opinberri þjónustu, áfengismál, tollamál o.fl.

 

Askja 15

 

Bæjarstjórnarkosningar 1916-1926. Bréfspjald með kosningaúrslitum.

Fundargerðir bæjarstjórnar o.fl. 1931-1935 varðandi verkalýðsmál.

 

Bréf til niðurjöfnunarnefndar 1918; kvartanir vegna útsvara. 

Bréf til Jóns Baldvinssonar og A. Fredriksson 1920.

 

Ýmis bréf (1905) 1921-1934  til Hallbjörns Halldórssonar o.fl.

 

Alþýðusamband Íslands:

Fylgiskjöl og bréf til ASÍ og Alþýðuflokksins m.a. vegna Landskjörsins 1930. 

Lög  Alþýðusambands Íslands samþykkt af 10. sambandsþingi ASÍ, ásamt þingtíðindum 1930.  

Fundarsköp Alþýðusambands Íslands (ódags.).        

Landið eitt kjördæmi; álit fulltrúa  Alþýðuflokksins í milliþinganefnd 1932.

 

Auðvaldsskipulagið á Íslandi, Verkalýðshreyfingin og sósíalískt barátta 1889-1942.

Erindi eftir Ólaf R. Einarsson flutt 1977. Réttur 60. árg. 1977.

 

Askja 16

 

Alþýðublaðið, Alþýðusamband Íslands:

Bréf 1922 til Alþýðublaðsins og umboðsmanna þess.

Fylgiskjöl 1920-1922. Kaup útburðardrengja 1922. 

Dagbók 1923.

 

Frumgögn auglýsinga Alþýðublaðsins og auglýsingaskuldir 1919-1927.

Alþýðublaðið 1924.   Fylgiskjöl nr. 137-144 og 156-361.

Greinar um þjóðfélagsmál, sennilega til birtingar í Alþýðublaðinu.

Alþýðublaðið afklippingar 1920-1921 (vegna áskrifta?).

 

Askja 17

 

Ólafur Friðriksson: ýmis skjöl varðandi rússneska drenginn 1921-1922. 

Ríkislögreglufrumvarpið = frumvarp til laga um varalögreglu.

 

Ýmislegt varðandi verkalýðshreyfinguna m.a.:

Steinsmíðafélag Reykjavíkur, lög (ódags.), verðskrá 1920 (eftirrit).

 

Jafnaðarmannafélagið  Vorboðinn, lög (ódags.).

 

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur I.N.F.R.: Lög, fundarsköp  og

skuldbindingarskrá; samþykkt á aðalfundi félagsins í janúar 1919.    

Samningur milli bókbandssveina og bókbandsvinnuveitenda 1919.

 

Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík:

Brauðgerð Alþýðuflokksfélaganna, rekstursreikningur 1917,1918 (hluti).

Reglur 1917 (samningur, ódags.).

Fisksala Alþýðuflokksfélaganna, reglugerð 1920.

Ýmislegt varðandi útgerð m.b. Stakks (mótorbáts) 1922-1923.

Reglur fyrir söngflokkinn Braga, ódags.

Tombólunefnd Alþýðu- og  verkalýðsfélaganna; tekjur og gjöld 1919.

 

Jafnaðarmannafélagið: lög, ýmis bréf m.a. til ASÍ frá formanninum Ólafi Friðrikssyni.

Tillögur, kjörbréf og kosning fulltrúa 1921-1922.

Ýmislegt; Jafnaðarmannafélagið Einherjar,  jólahátíðarnefnd Dagsbrúnar,

skemmtiför verkalýðsfélaganna 25. júní 1922 o.fl.               

 

Sjómannafélag Reykjavíkur; kjörseðill 1930 og 1936 -1937 (eyðubl.).  

Úthlutun vinnu til atvinnulausra og skrá 1928.                         

Útfyllt eyðublöð vegna atvinnuumsókna, 1927 (1928).                 

 

Ýmislegt varðandi kaup og kjör: bréf, skeyti, taxtar o.fl. 1919-1931.

 

Úrklippur úr dagblöðum - stytting vinnutímans 1930.

 

Verkalýðsráðstefna 1930, atkvæðagreiðslur og verkalýðsmál

ásamt þingskjölum 1.-19. tillögur, ályktanir, þátttökulistar, bréf o.fl.

 

Nefndarálit í húsnæðismálum verkalýðsfélaganna,  tillögur 1920. o.fl.

 

Askja 18

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, lóð á Arnarhóli.

Árs- og  viðskiptareikningur ásamt greinargerð og fskj.

Byggingarkostnaður 1919-1920. 

Dagbók og rekstursreikningur 1920.

 

Dagbók 1922.

Fylgiskjöl og gjöld 1920-1923, arðmiðar.  

Skilagrein 1922-1924 til Péturs G. Guðmundssonar.    

Vikulistar - vinnulistar 1922 og 1923, gefin vinna við Alþýðuhúsið.

 

Nafnalistar yfir þá sem gefið hafa fé eða vinnu til Alþýðuhússins.   

Ýmis bréf 1921-1922 og 1924  m.a. um sölu eigna, tilboð.

Samningar um  kaup (á eignum) o.fl.

 

Askja 19

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, höfuðbók sept. 1931-sept.1933.

Sjóðbækur: september 1931 til ágúst 1933, september til  desember 1933, 1934 og 1935.

 

Askja 20

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, sjóðbók 1936, 1938-1939 og 1943-1944. 

Fatageymsla, ýmsar tekjur 1933 og 1934.

Dagbók 1940.

 

Askja 21

 

Alþýðuhús Reykjavíkur, fylgiskjöl 1933.

Skilagrein um veðlánabreytingar, vextir og afborgunargjöld, skattar og tyggingagjöld. 

 

Ýmsar greiðslur;  hreinlætisvörur, ljós og hiti, viðhald, kaupgreiðslur, sala og veitingar, fylgimiðar um tekjur. Fatageymsla, gæsla  o.fl.

 

Askja 22

 

Alþýðuhús Reykjavíkur:

Húsaleiga september til desember 1933.

Ingólfscafé, dagbók - tekjur 1940 og 1950.

Kaupgreiðslur 1941-1942.

Kvöldsala 1944.

Skemmtanaskattur og skemmtanaleyfi 1947. 

Kort af Iðnó um aldamótin.

 

Askja 23

 

Alþýðuprentsmiðjan:

Sýnishorn af verkefnum Alþýðuprentsmiðjunnar á árunum 1929-1932.

Eyðublöð, auglýsingar, áróðursblöð ofl.

 

Askja 24

 

Dagsbrún málgagn Alþýðusambandsins 1915-1919.

Dagbækur 1916-1919.

Skrá yfir áskrifendur 1917-1919.

Bréf til og frá ritstjórn Dagsbrúnar 1917-1919.

Fylgiskjöl, reikningar blaðsins 1917-1 920.

Dagsbrún (1932) og Verkalýðsblaðið 1933

 

Askja 25

 

Ýmislegt Ýmis blöð og bæklingar:

 

Alþýðublaðið, hátíðarútgáfa 28. júní 1930:  Um Alþýðuhúsið Iðnó.

 

Iðnneminn,  1936, 3. árg. janúar  3.tbl.

Kyndill, málsvari ungra jafnaðarmanna 1928,1. árg. 1.- 10. tbl. 1929

2. árg. 1.tbl. - 2.tbl.  Kosningablað,  sennilega 1934.        

 

Alþýðufylkingin, Vestmannaeyjar. 1. árg.  1. - 3. tbl.    

 

Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði 30 ára (afmælisblað) 1907-1937. Fylgirit Alþýðublaðsins.

 

Barnadagurinn, útg. Barnavinafél. Sumargjöf, dagskrá 1936 í Iðnó.

 

Social- Demokraten 1896, ásamt Socialdemokratis Historie 1871-1921.

 

Dreifibréf " Góði Dagsbrúnarfélagi" dags. 14. janúar 1937; hvatning til félagsmanna að kjósa og kjósa rétt!

 

Almanak alþýðu; ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenskri vinnustétt,

ásamt ýmsu efni  til skemmtunar 2. ár,  Reykjavík 1931. 

 

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands, ágrip. 8. sambandsþing 1928.

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands 13. sambandsþing 1936.

Skýrsla um ferð sendinefndar Alþýðusambands ? Þingtíðindi Alþýðuflokksins, 21. Islands til Bandaríkjanna sumarið 1951: Verkalýður Vesturheims, útg. 1952

 

Þingtíðindi Alþýðuflokksins, 21. flokksþing 20. til 24. nóvember 1948, útg. 1950.

Þingtíðindi Alþýðuflokksins, 22. flokksþing 26. nóvember 1950, útg. 1952.

Fylgiskjöl með 22. þingi Alþýðuflokksins: Fulltrúar og nefndir. Níu nefndir, nafnalistar þeirra er í nefndunum sitja og ýmis skjöl tengd nefndunum, frumvarp að stjórnmálaályktun Alþýðuflokksins. Stjórnmálasamstarf og samvinna við aðra flokka og félagshreyfingar.

Fylgiskjöl með 23. þingi Alþýðuflokksins (1951): Útbreiðslu- og skipulagsmálanefnd, um umbótamál Alþýðuflokksins, verkalýðsnefnd; ályktun um verkalýðsmál, ásamt skjölum frá 14. þingi B.S.R.B.: Lagabreytingar og dýrtíðarmál.

 

Fulltrúaráð Alþýðuflokksins: Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Sjómannafélag Reykjavíkur, V.K.F. Framsókn, Iðja félag verksmiðjufólks í Reykjavík, Hreyfill, Þróttur, H.Í.P. (Hið íslenska prentarafélag), Félag íslenskra rafvirkja, Bakarasveinafélag Íslands, S.U.J.(Samband ungra jafnaðarmanna), Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík, B.S.R.B., ritstjóri Alþýðublaðsins og bæjarfulltrúi, nafnalistar.

 

Þrælabúðir Stalíns – Ákæra. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU)

hefur látið semja þessa bók, Stalins slave Camps, 1951. Fræðslunefnd Frjálsra verkalýðsfélaga á Íslandi gaf út 1952.

 

Eyðublöð frá ýmsum aðilum aðallega frá Olíuverslun Íslands – B.P. o.fl. einkafyrirtækjum, unnið af Alþýðuprentsmiðjunni.

 

Minnigarorð um Jón Blöndal, flutt á fulltrúaráðsfundi Alþýðuflokksins í Reykjavík 3.4. 1947.

 

Askja 26

 

Alþýðuhús Reykjavíkur.

Sala á sælgæti og tóbaki, tekjur og gjöld 1933 og 1936.   

Veitingar í Iðnó, tekjur og gjöld 1933-1936 og 1940.

 

Askja 27

 

Póstkvittanabækur 1948-1950 og 1962-1981.                  

Sjóðbækur. Greiðslur og tekjur: fæðissala, veitingar o.fl. 1944 og 1948.

 

Askja 28

 

Dagbækur - sjóðbækur, tekjur og gjöld 1951,1955-1956 1958 og 1959. 

 

Askja 29

 

Dagbækur -  sjóðbækur, tekjur og gjöld 1959-1961.       

              

Askja 30

 

Dagbækur - sjóðbækur, tekjur og gjöld 1962-1964. 

 

Askja 31 (pakki).

 

Dagbækur - sjóðbækur 1964-1975 og 1976-1987.

 

Askja 32

 

Vörubirgðir, innkaup, sala (tekjur) dagsins o.fl.  1957-1960.                

Tekjur dagsins, sala 1962-1964.

 

Dansskemmtanir Alþýðuflokksins í Reykjavík 1958 í Iðnó og Ingólfscafé.  

 

 

Askja 33

 

Dagbók, tekjur dagsins 1973-1980.

 

Askja 34

 

Dagbók; Sala dagsins, húsaleiga og sameiginlegur kostnaður.

Húsaleiga - innborganir 1944-1951 og 1954.

Leigutekjur, veitingasala, hitunarkostnaður o.fl.  1981-1983.        

 

Askja 35

 

Húsaleiga, hitainnborganir og sameiginlegur kostnaður 1954-1958.

 

Askja 36

 

Húsaleiga, hitunar- og sameiginlegur kostnaður 1959-1961 og 1966-1970.

 

Askja 37

 

Húsaleiga og sameiginlegur kostnaður leigenda í Alþýðuhúsinu Hverfisgötu og Iðnó

1975-1979.

 

Sjóðbækur S.A.R. skemmtanahald í Alþýðuhúsinu 1950-1958.

 

Askja 38

 

Dagbók; sala, vextir, söluskattur. Sala og  laun 1976-1980.

 

Askja 39

 

Kaupgreiðslur í Alþýðuhúsinu 1950-1951 og 1954-1956,1960 og 1962.

 

Askja 40

 

Kaupgreiðslur í Alþýðuhúsinu 1957-1959 og 1963-1964.

 

Öskjur 41 – 56

 

Fylgiskjöl. Rekstur Alþýðuhúss Reykjavíkur og SAR sýnishorn árin 1947-1987,

einnig nokkur ár þar sem kemur fram sameiginlegur kostnaður

leigjenda í Alþýðuhúsi Reykjavíkur eða árin 1962-1968.

 

Hluti fylgiskjala 1947/48, þar á meðal fylgiskjöl skemmtunar sem haldin var 1948 til hjálpar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.                    

 

Askja 41.  Fylgiskjöl 1947, 1948 og 1950.

Askja 42.  Fylgiskjöl 1955.

Askja 43.  Fylgiskjöl 1955 og 1960.

Askja 44.  Fylgiskjöl 1960.

Askja 45.  Fylgiskjöl SAR 1965.

Askja 46.  Fylgiskjöl 1966,

Askja 47.  Fylgiskjöl 1966.

Askja 48.  Fylgiskjöl SAR 1973 og sameiginlegur kostnaður 1962-1966.     

Askja 49.  Fylgiskjöl SAR 1971.

Askja 50.  Fylgiskjöl 1971.

Askja 51.  Fylgiskjöl 1971

Askja 52.  Fylgiskjöl 1977.

Askja 53.  Fylgiskjöl 1977 og SAR 1977.

Askja 54.  Fylgiskjöl 1982.

Askja 55.  Fylgiskjöl 1986.

Askja 56.  Fylgiskjöl 1987.

 

Skjöl eða teikningar sem bárust Borgarskjalasafni 18. júlí 2004 frá Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, Ingólfsstræti 3, afhent af Laufey G. Sigurðardóttur. Þessi gögn fundust árið

1993 í Iðnó eins og önnur skjöl að ofan. Ekki er vitað hvers vegna þessar gömlu

teikningar tóku á sig þetta ferðalag áður en þau komu á Borgarskjalasafn.

 

Askja 57

 

Teikningar:

Design for Act Curtain, Curtain Stage left og  Colour Sketch 20.8....?

Teikning af hitaelimenti í Iðnó, heitavatnstengingar við loftræstikerfi, Pétur Pálsson,

20. janúar 1956. Liftibúnaður gólfpalla. Þórður Runólfsson 24. ágúst 1962.          

Sneiðing, boltar, bitar, sneiðingar, vinkiljárn ... september 1962.

 

Askja 58

 

Teikningar:

3 teikningar án útskýringa!

Sæti í sal 168, svalir 56, alls 224 sæti og  svið,  4. ágúst 1962.

Sæti í sal 182 og á svölum 56 alls 238. sætaskipan o.fl. E.S. G.H.G. 12. ágúst 1962.

Sætaskipan í sal 175 og á svölum 49 alls 224 sæti. 27.9.1962.

Sætaskipan í sal 175 og á svölum 55 alls 230 sæti í okt 1962.

Sætaskipan í sal og á svölum - veitingar, dansgólf 45 ferm. E.S. og G.H.G. 4. ágúst 1962.

Ingólfscafé, aðalgluggi í kaffisal 27. september 1955.

Ingólfscafé, fatahengi í kaffisal uppi  3. október 1955.

Útbúnaður fyrir tjöld (sviðstjöld) M? Pálsson í mars 1955.

Bar við samkomusal og loft á barnum með lýsingu Sveinn Kjarval í ágúst 1955.

Bar við samkomusal skápar S. Kjarval í ágúst 1955.

Dyr að barnaherbergi í ágúst 1955.

Þak á forstofu. Þórir Baldvinsson.

Breyting 2. hæð (vantar).

Kjallari, ketilrúm. F.Häkansson. 31. mars 1921.

Breyting á Alþýðuhúsinu 1930, Einar Sveinsson, Gunnlaugur Halldórsson.

Sneiðing, grunnteikning 1. hæð, og 2 hæð Einar Sveinsson (1949?).

Veggur kringum öryggisstiga, öryggisstigi, sneiðingrunnmynd Einar Sveinsson

og Yngvi Gestsson 1972.

Teikning af bekkjum í sal. (ódags).

Viðbygging, sneiðing, afstöðumynd, grunnteikning í ágúst 1963 o.fl.

 

                                                                                                       Skráð 1993, 2004 og 2016,

                                                                                                                               Guðjón Indriðason

Til baka...