Gamall haus


BPW klúbburinn í Reykjavík

 

 

 

Einkaskjalasafn nr. 412

 

 

BPW klúbburinn í Reykjavík

 

 

Kvennasamtökin BPW eða Business and Professional Women er alþjóðlegur félagsskapur, en samtökin voru stofnaður í Bandaríkjunum árið 1919. BPW hefur verið starfandi á Íslandi í yfir 30 ár.

BPW klúbburinn á Íslandi var formlega stofnaður 16. ágúst 1979.


Nokkrar íslenskar konur, sem þekktu til starfseminnar erlendis stuðluðu að stofnuninni og höfðu með sér til ráðgjafar forseta klúbbs í Ástralíu. Starfsemi og lög allra klúbba byggja á lögum alþjóðasamtaka BPW þannig að um allan heim starfa klúbbar á svipaðan hátt. BPW klúbburinn á Íslandi hefur starfað óslitið frá stofnun og regluleg starfsemi er í stórum dráttum á þann veg að félagskonur koma saman eina kvöldstund í mánuði frá september til maí ár hvert. Á þessum fundum er dagskráin vanalega á þá leið að konur borða saman góða máltíð, segja stuttlega frá sjálfri sér og fjalla og fræðast um málefni sem áhugaverð eða áríðandi þykja hverju sinni. Yfirleitt er fyrirlesari á fundunum. Sumir fundir eru þó einungis fyrir félagskonur, aðrir eru eingöngu skemmtifundir. Ferðalög og aðrar óvæntar uppákomur hafa einnig verið á dagskrá. Aðalfundur er haldinn í mars ár hvert. Hefðbundið er að fara yfir starf líðandi árs, fjárhag og kjósa nýja stjórn og forseta klúbbsins skv. Lögunum. Megin reglan þar er að hver kona sé ekki mjög mörg ár í starfi. Þannig gefst tækifæri fyrir flestar félagskonur að taka þátt í stjórnar-störfum en líta má á að þau sem lið í að styrkja og þjálfa konur í félagsstörfum almennt.


Árið 1997 stóð íslenski BPW klúbburinn fyrir Evrópuráðstefnu Í Reykjavík. Um 400 konur komu  víða að úr heiminum og á þeim tíma hafði ekki fjölmennari kvennaráðstefna farið fram á Íslandi. Ráðstefnuhaldið hafði mjög jákvæð áhrif á alla starfsemi BPW á Íslandi því það efldi tengsl þeirra við BPW-systur víða um heim. Í stuttu máli má segja að megin tilgangur BPW klúbbanna sé að efla og styrkja konur sem og að stuðla að samstöðu, tengslum og samvinnu kvenna í hverju landi fyrir sig og um allan heim.


Félagskonur eru faglærðar á fjölmörgum sviðum og koma úr öllum geirum atvinnulífsins. Þær starfa ýmist í eigin fyrirtækjum, einkafyrirtækjum eða hjá hinu opinbera. Konur sem áhuga hafa á að taka þátt í starfsemi BPW klúbbsins koma fyrst á fund sem gestur félagskonu. Þegar þeir hafa kynnt sér starfið og langar í framhaldi af því að gerast meðlimur þá óska þær skriflega eftir inngöngu. Félagskonur samþykkja inngöngu nýrrar konu.


Sigurveig Friðgeirsdóttir formaður félagsins afhenti skjalasafnið 2010.


Fylgt er upprunareglu þar sem það á við.

 

 

 

Skjalaskrá

 

 

Bréfa- og málasafn

 

Askja 1

Örk 1

Fundargerðir o.fl., 1979-1992.

Örk 2

Fundargerðir o.fl., 1979-1998.

 

Askja 2

Fundargerðabók frá 30. september til 6. ágúst 1997.

Gestabók frá 15. janúar 1980 til 3. nóvember 1986.

Gestabók frá 1. desember 1986 til 17. mars 1992..

 

Askja3

Örk 1

Fundargerðir, bréf, handbók o.fl., 1979-1982.

Örk 2

Fundargerðir, vinnubók samtakanna o.fl., 1980-1981.

 

Askja4

Örk 1

Fundargerðir, bréf, félagatal o.fl., 1979-1982.

Örk 2

Fundargerðir, bréf, fréttir o.fl., 1979-1983.

 

Askja5

Örk 1

Bréf o.fl., 1979-1984.

Örk 2

Bréf o.fl., 1979-1989.

Örk 3

Bréf, félagatal, fréttabréf o.fl., 1980-1985.

 

Askja 6

Örk 1

Ráðstefna í Washington, USA, 31. júlí til 5. ágúst 1983, o.fl.

Örk 2

Ráðstefna í Helsinki, Finnland, 13. og 14. apríl 1984, o.fl.

Örk 3

Ráðstefna í Grikklandi, 18.-20. október 1984, o.fl.

 

Bókhald

Bókhald Kvennasamtakanna BPW á Íslandi 1979-2001.

 

Askja 7

Örk 1

Bréfasafn o.fl., 1996-1997.

Örk 2

Ráðstefna í Reykjavík, 21.-23. ágúst 1997.

 

Askja 8

Örk 1

Bókhald, 1984-1998.

Örk 2

Rekstrarreikningur, 1979-1982.

Ársreikningur, 1987-1988.

Ársreikningur, 1988-1989.

Örk 3

Uppgjör, 1997.

 

Askja 9

Örk 1

Bókhald og fylgiskjöl, 1997-1999.

Örk 2

Bókhald og fylgiskjöl, 1997-2001.

Örk 3

Sýnishorn af eyðublöðum samtakanna o.fl.

 

Myndir, bækur, bæklingar, myndbönd, snældur og tölvu diskar

 

Askja 10

Myndamappa frá ágúst 1997.

 

Askja 11

Myndamappa frá alþjóðaráðstefnu BPW í Kanada 1999.

Myndamöppur litlar með myndum,án ártals.

Ljósmyndir og filmur, án ártals.

Ljósmyndir lausar frá starfseminni, án ártals

 

Askja 12

BPW Action Manual

Washington, 1978.

BPW Switzerland

Swiss, 1988.

European Women´s Networks

Brussels, 1997.

A Measure Filled

Lisa Sergio

Washington, 1972.

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.

Myndband - 19. ráðstefna BPW í Reykjavík 1997.

Snælda - Ávarp M. Hays í Nairobi 1991.

 

 

 

Skráð í febrúar 2011

Jakobína Sveinsdóttir

Til baka...