Gamall haus


A- Á- B- C- D- E- F- G- H- I- Í- J- K- L- M- N- O- Ó- P- R- S- T- U- V- X- Y- Z- Þ- Æ- Ö

 
Verslun Ámunda Árnasonar (0,25 MB)
Ámundi Árnason seldi vefnaðarvöru, fatnað og matvöru að Hverfisgötu 37. Þór Þorsteinsson, Laugarásvegi 50, gaf skjölin Borgarskjalasafni.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun E. Siemsen (0,18 MB)
Siemsen verslun var sett á stofn af Þjóðverjanum Carl Fr. Siemsen árið 1840. Bróðir hans Edvard hafði forstöðu með versluninni og varð síðar meðeigandi. Edvard var giftur Sigríði Þorsteinsdóttur frá Brunnhúsum.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun H.P. Duus (0,3 MB)
Keyptu verslunarhúsnæði Fischers-verslunarinnar í Aðalstræti 2 árið 1904. Varð gjaldþrota 1927. Peter Duus byrjaði með verslun í Keflavík 1848, sonur hans Hans Peter tók við fyrirtækinu 1868. H.P. Duus dó 1884. Ólav Ólafssen mágur H.P. Duus rak verslunina í Reykjavík auk þess sem hann rak eina mestu þilskipaútgerð sem rekinn hafði verið við Faxaflóann.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun Jóns Þórðarsonar (0,33 MB)
Jón Þórðarson var fæddur 3. janúar 1854 á Leirubakka í Landmannahrepp í Rangárvalla-sýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Valgerður Árnadóttir húsfreyja og Þórður Jónsson bóndi á Leirubakka. Jón ólst upp hjá ömmu sinni á Galtalæk og síðar hjá frændfólki á Bjarnarholti.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun N. Zimsen (0,18 MB)
Árið 1886 tók N. Zimsen við rekstri verslunar Siemsen (sjá E-119) af G.E. Unbehagen.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun Tómasar Jónssonar (0,18 MB)
Verslun hafin í húsinu á fjórða áratugnum, mest verslað með kjötvörur til 1980. Matarverslun Tómasar Jónssonar starfrækti einnig búðir á Laugavegi 2 og Bræðraborgarstíg 16, Reykjavík.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslun W. Fischers (0,3 MB)
Waldemar Christopher Hartvig Fischer setti á fót verslun sína árið 1857. Var hún helsta verslun Reykjavíkur um miðbik og seinni hluta 19. aldar og var verslunin rekin til ársins 1904, er Friðrik Fischer, sonur stofnandans, seldi H.P.Duus, kaupmanni, verslunina.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslunin Baldur (0,25 MB)
Ragnar Guðmundsson stofnaði Verslunina Baldur árið 1926. Verslunin var kjöt- og nýlenduvöruverslun og var til húsa að Framnesvegi 29 í Reykjavík.

Lesa nánar á vefsíðu