Gamall haus


A- Á- B- C- D- E- F- G- H- I- Í- J- K- L- M- N- O- Ó- P- R- S- T- U- V- X- Y- Z- Þ- Æ- Ö

 
Verslun W. Fischers (0,3 MB)
Waldemar Christopher Hartvig Fischer setti á fót verslun sína árið 1857. Var hún helsta verslun Reykjavíkur um miðbik og seinni hluta 19. aldar og var verslunin rekin til ársins 1904, er Friðrik Fischer, sonur stofnandans, seldi H.P.Duus, kaupmanni, verslunina.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslunin Baldur (0,25 MB)
Ragnar Guðmundsson stofnaði Verslunina Baldur árið 1926. Verslunin var kjöt- og nýlenduvöruverslun og var til húsa að Framnesvegi 29 í Reykjavík.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslunin Geysir (0,31 MB)
Verslunarbækur sem fundust við breytingar á innréttingu á húsnæðinu Vesturgötu 1, 107 Reykjavík í júní 1996.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslunin O. Ellingsen (0,49 MB)
Árið 1903 flutti Norðmaðurinn og skipasmiðurinn, Othar Ellingsen til Íslands, til að taka við starfi framkvæmdastjóra Slippfélagsins í Reykjavík, sem þá var nýstofnað.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Verslunin Rangá (0,25 MB)
Skjöl færð Borgarskjalasafni árið 1994 af Sigrúnu Magnúsdóttur, núverandi eiganda verslunarinnar Rangáar og borgarfulltrúa.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Vigfús Guðbrandsson og co. (0,26 MB)
Sævar Karl Ólason, klæðskeri, Bankastræti 7, færði Borgarskjalasafni eftirfarandi gögn til varðveislu. Vigfús Guðbrandsson og co. var klæðskerafyrirtæki stofnað árið 1922. Sævar Karl lærði þar klæðskeraiðn og keypti fyrirtækið seinna meir.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Þórður Pétursson & Co (0,18 MB)
Þórður Pétursson fæddist þann 15. apríl 1893 og lést 24. apríl árið 1939. Hann rak skóverslunina ,,Þórður Pétursson & Co." að Bankastræti 7 um árabil.

Lesa nánar á vefsíðu
 
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. (0,19 MB)
Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 af Tómasi Tómassyni.

Lesa nánar á vefsíðu