Gamall haus


Undanþága frá salernishreinsunargjaldi

Trésmiðafélagið Völundur var stofnað af 40 trésmiðum árið 1904. Fyrirtækið var nokkuð stórt og sá meðal annars um smíði Þjóðmenningarhússins. Framkvæmdastjóri var Magnús Th.S. Blöndal. Í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík þar sem kosið var listakosningu, árið 1906, bauð Völundur fram lista og var Magnús Blöndal kosinn í bæjarstjórn.

 

Mikill uppgangur ríkti í Reykjavík á fyrsta áratug nýrrar aldar. Bærinn þandist ört út en veturinn 1904-1905 vou á bilinu 40 og 50 hús í smíðum á Grettisgötu og Njálsgötu. Á fyrsta áratug aldarinnar fjölgaði húsum um 620 en aðeins 327 á öðrum áratug meðal annars vegna skorts á byggingarefni sökum þess að fyrri heimsstyrjöldin geysaði. Trésmiðjan byggði sér trésmiðju á Klapparstíg, Völundarhúsið árið 1905, og Þurrkhús til timburgeymslu árið 1909. Bæði húsin voru rifin 1987.

 

Hvað efni skjalsins viðvíkur höfðu holræsi í bænum verið opin og legið með fram götum bæjarins á fyrstu árum aldarinnar. Flest þeirra leiddu í Tjörnina eða Lækinn, þar sem nú er Lækjargata í miðbæ Reykjavíkur, og var gatan því nefnd Hin ilmandi slóð og lækurinn Fúlilækur. Þetta stóð þó til bóta samhliða lagningu vatnsveitu árið 1909. Árið 1911 voru sett lög um gjöld til holræsa í Reykjavík og ári seinna var skólpdælustöð sett upp við Tjarnargötu. Þá þegar Völundarmenn senda beiðni sína til borgarstjóra um undanþágu frá salernishreinsunargjaldi eru „aðeins örfáar götur og götuspottar holræsalaus í útjöðrum Reykjavíkur og þar með séð fyrir endannn á tímabili hinna opnu renna í Reykjavík“.

 

Völundur - salerni

 

Heimildir

Share

Til baka...