Gamall haus


Lúðrasveit Reykjavíkur er 88 ára!

Stofnbréf Lúðrasveitar ReykjavíkurÍ dag, þann 7. júlí 2010 eru liðin heil 88 ár síðan Lúðrafélagið Harpa og Lúðrafélagið Gígja voru sameinuð í eina lúðrasveit sem fékk nafnið Lúðrasveit Reykjavíkur. Höfðu bæði félögin þá starfað í nokkur ár og ákváðu að taka höndum saman, hefja samstarf og byrjuðu strax að safna peningum fyrir húsnæði en mikil vöntun var á æfingarhúsnæði fyrir lúðrasveit.

 

Grípum hér niður í bréf sem Knud Zimsen borgarstjóri skrifaði varðandi Hljómskálann:  ,,Hjer með leyfum við oss virðingafyllst, að sækja um leyfi hinnar háttvirtu bæjarstjórnar Reykjavíkur um að fá lóð, og meiga byggja hús niður undan Staðar- Stað við tjörnina, - hús eins og meðfylgjandi uppdráttur ber með sér.
Þörfin á þessu fyrirtæki okkar er mikil, þar sem félagið ,,Harpa” hefur hvergi átt höfðu sínu að að halla með áhöld nje bækur, hljóðfæri eða æfingar,- síðan því var úthýst úr hegningarhúsinu ( og var þar þó ekki vistlegt í vinnuherbergi fangavarðarins) og er þá ekki að búast við, að mikilla framfara sé að vænta af félaginu þegar því er fyrirmunað að geta æft sig vegna húsplássleysis, - og sama má segja um Söngfélög, þau myndast en geta ekki lifað af sömu ástæðu, og er þetta mikill menningarskortur á Reykjavíkur-bæ, sem er, aðeins fyrir tómlæti og hugsunarleysi að hafa ekki til viðunnanlegt hæli fyrir hljómlistarlíf höfðustaðarins." Hér má svo lesa bréfið í heild sinni.

 

Þess má geta að í dag starfar afskaplega huggulegt kaffihús í Hljómskálanum þar sem einnig er hægt að fá sér léttvín og hugsa um síðustu níutíu árin milli 11 og 22 á hverjum degi. Það hefur svo mikið gerst innan þessarra veggja og mælum við eindregið með ferð í Hljómskálann.

 

En hérna í Borgarskjalasafninu hefur fundist fjöldinn allur af skemmtilegum skjölum frá gósentíð Lúðrasveitarinnar en hún var Minnismiðinn frá Jóni Leifsrosalega öflug á byrjunarárunum og spilaði í hverri viku á Austurvelli og svo reglulega á dansiböllum. Jón Leifs tónskáld var aðal vinur hljómsveitarinnar og samdi verk fyrir lúðratöffarana og allt.

 

Það var svo sannarlega töff að vera í Lúðrasveit Reykjavíkur! Núna er það kannski meira virðulegt en töff þar sem hljómsveitin spilar þegar þjóðhöfðingjar heimsækja okkur eða við miklar hátíðir eða íþróttamót. Hljómsveitin er til taks, segir á heimasíðu þeirra og gott ef ekki að maður panti hana í næsta partý.

 

Við óskum Lúðrasveit Reykjavíkur innilega til hamingju með afmælið í dag og hugsum hlýtt til hennar meðan við syndum um í skemmtilegum skjölum um eina elstu hljómsveit landsins. (Mikið væri gaman ef það væri takki á pappír sem myndi spila músíkina sem við heyrum í hausnum á okkur við lestur skjalanna.)

 

Til hamingju með daginn! 

Share

Til baka...