Gamall haus


Pönk '97 í Norðurkjallara MH

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag kemur fram að hin sprenglærða pönksveit Saktmóðugur muni halda tónleika á Grand Rokk í kvöld 7. janúar 2010 í tilefni af 20 ára afmæli sínu og að með henni muni leika Deathmetal Supersquad og Blóð.

Hljómsveitin Saktmóðugur er Borgarskjalasafni Reykjavíkur ekki ókunnug en hún afhenti safninu til varðveislu plakatasafn sitt fyrir rúmum 11 árum síðan. Á þeim tíma voru í sveitinni Davíð Ólafsson, Stefán Jónsson, Ragnar Ríkharðsson, Karl Óttar Pétursson og Daníel Viðar Elíasson. Fram kemur í skjalaskrá að hljómsveitin hefði þá gefið út 2 geisladiska, 1 kasettu og 2 vinylplötur.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir skjalasöfn fjölmargra tónlistarhópa og væri fengur að því að fá til varðveislu skjöl fleiri hljómsveita, til dæmis plaköt, lagalista, bréfasöfn, tölvupósta og fleira sem tengist starfsemi þeirra.

Pönk 97 í Norðurkjallara MH 17. janúar 1997. Meðal annars komu fram Tríó Doktor Gunna, Q4U, Örkuml, kuml, forgarður Helgvítis og Saktmóðigur. Plakat varðveitt á Borgarskjalasafni Reykjavíkur.

Pönk 97 í Norðurkjallara MH 17. janúar 1997. Meðal annars komu fram Tríó Doktor Gunna, Q4U, Örkuml, kuml, forgarður Helgvítis og Saktmóðigur. Plakat varðveitt á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Einkaskjalasafn nr. 145 - Hljómsveitin Saktmóðigur.

Jólarokkhátíð Tunglinu 1994. Logsýra, Curver, Texas Jesús og fleiri.

Á Facebook síðu Borgarskjalasafns má sjá fleiri plaköt úr safni sveitarinnar:

Borgarskjalasafn á Facebook

Share

Til baka...