Gamall haus


Tónleikar Deep Purple 18. júní 1971

Mikla athygli vöktu tónleikar hljómsveitarinnar Deep Purple í Laugardalshöll föstudaginn 18. júní 1971.

Aðgöngumiði að tónleiknunum er varðveittur í einkaskjalasafni einstaklings á Borgarskjalasafni Reykjavíkur.

 

Aðgöngumiði að tónleikum Deep Purple í Laugardalshöll 18. júní 1971. Miðinn barst með einkaskjalasafni.

 

Þann 18. júní árið 1971 hélt hljómsveitin Deep Purple tónleika í Reykjavík. Tónleikarnir voru haldnir í Laugardalshöll og voru tónleikagestir hátt í fimm þúsund talsins.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 20. júní er greinargóð lýsing á tónleikunum og þar kemur meðal annars fram:

„ Klukkan níu stukku stjörnurnar, liðsmenn Deep Purple,inn á sviðið og settu rafmagnshljóðfæri sín í samband. Ekki voru þeir neitt að prófa tækin með fínum og lágum tónum,eins og íslenzkar hljómsveitir jafnan gera, heldur voru allir magnarar stilltir á hæsta styrk og síðan lék allt húsið á reiðiskjálfi af þeim mikla hávaða, sem barst úr tækjunum. Er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi annars eins hávaði heyrzt í Laugardalshöllinni.

Hljómsveitin flutti nokkur af sínum þekktustu lögum, þar ámeðal „Speed King", „Strange Kind A Woman", „Into The Fire", „Child In Time" o. fl.

Helztu einkenni tónlistarflutnings þeinna voru mjög þungur taktur, mikill tónstyrkur og sterkt spil. Liðsmennn hljómsveitarinnar stóðu sig allir með mestu prýði, en þó ber einn þeirra af, gítarleikarinn Ritchie Blackmore. Er óhætt að segja, að aldrei hafi annars eins gítarleikari sézt hér á landi. Leikur hans var ótrúlega góður, sérstaklega með tilliti til þess, að hann var á sífelldum þeytingi um sviðið, og virtist leggja mikið upp úr æsandi sviðsframkomu. Leik sinn kryddaði hann með ýmsum skemmtilegum og óvenjulegum uppátækjum, eins og t.d. að strjúka gítar sínum á hvolfi utan í magnarana og fá þannig fram hin æðisgengnustu óhljóð, sem menn hafa heyrt. ... Söngvarinn,

Ian Gillan, virtist ekki síðri söngvara hljómsveitarinnar Led Zeppelin, Robert Plant, í að reka upp tryllingsöskur. En eininig gathann brugðið fyrir sig betri hlið og sungið með ótrúlega fallegri röddu og er óvanalegt að heyra slíka breidd hjá poppsöngvara. ...


Þegar hljómsveitin hafði leikið í hálfan annan tíma við ört batnandi undirtektir, var kominn hiti í liðsmenn hennar. Gitarleikarinn, Ritchie Blackmore, var tekinn að æsast mjög og í einu laginu braut hann einn af gitörum sínum, lét hann detta í gólfið úr þriggja metrahæð. Þetta uppátæki æstii áhorfendur um allan helming og virtist útlit fyrir mikið fjör, en þá vildi svo illa til (eða vel að sumra dómi), að rafmagnið fór af hljóðfærum kappanna. Þoldu öryggi hússins ekki álagið og rufu samband á nokkurra mínútna fresti. Reyndu þeir bítlar að halda áfram leik sínum, en rafmagnið fór alltaf af eftir stutta stund. Urðu þeir á endanum mjög reiðir og kom reiði þeirra mjög greinilega í ljós. Söngvarinn hjó stórt gat í sviðsgólfið með hljóðnemafætinum, trommuleikarinin sparkaði öllum trommum sínum út um allt sviðið og gítarleikarinn rauk á magnarasamstæðu sína, sem var um hálfur þriðji metriá hæð, og þeytti henni um koll.

Var þetta einhver dramatískasti hljómleikaendir, sem hér hefur sézt. Áhorfendur urðu fyrir vonbrigðum vegna þessara rafmagnstruflana, þar sem augljóst var, að eitthvað meira átti að gerast. Og það er víst, að þar sem gítarleikarinn var mjög ánægður með hljómleikana framan af, hafði hann ákveðið að brjóta minnst þrjá, ef ekki fjóra gítara í lokin. En þar misstu íslenzkir unglingar af góðu gamni, rafmagnstruflanir sáu fyrir því.“(Heimild: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1422298 Morgunblaðið sunnudag 20. júní 1971)

 

Hér má að lokum sjá myndband af hljómsveitinni frá svipuðum tíma

 

 

Höf: Svanhildur Bogadóttir

 

 

Share

Til baka...