Gamall haus


Skorað á friðsama borgara að koma á Austurvöll kl. 12

Íslenska þjóðin hefur löngum komið saman á Austurvöll, jafnt til þess að gleðjast og til að sýna afstöðu sína til þjóðmála, sem stundum hafa þá verið til umfjöllunar á Alþingi.

Dagurinn 30. mars 1949 er minnisstæður í sögu Íslendinga en þá urðu átök á Austurvelli á meðan innganga Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var rædd á Alþingi.

Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur eru varðveittar ýmsar heimildir um þennan sögulega dag. Hér eru sýndir tveir fregnmiðar frá andstæðum fylkingum:

Fregnmiði frá 30. mars 1949 undirritaður af formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks þar sem skorað er á friðsama borgara að koma á Austurvöll til að sýna að þeir vilji, að Alþingi hafi starfsfrið. (BSR: Einkaskjalasafn nr. 137)

Austurvöllur á 17. júní

Á sama tíma höfðu Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Verkamannafélagið Dagsbrún boðað til útifundar við Miðbæjarbarnaskólanna til þess að Reykvíkingum gæfist tækifæri til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í NATO áður en Alþingi tæki ákvörðun um málið.

Útifundur verkalýðsfélaganna 30. mars 1949

Í einkaskjalasafni Bjarna Benediktssonar er töluvert af heimildum um inngöngu Íslands í NATO, bæði aðdraganda þess og framkvæmd. Borgarskjalasafnið hefur sett upp sérstakan vef um Bjarna Benediktsson www.bjarnibenediktsson.is.

Þar er meðal annars hljóðskrá með ræðu Bjarna flutt í Washington, DC 4. apríl 1949, við undirritun Atlantshafssáttmálans og ýmis skjöl tengd inngöngunni.

Share

Til baka...