Gamall haus


Fréttasafn


Starfsmannabreytingar á Borgarskjalasafni og laus til umsóknar staða lögfræðings

16.05.2017

Töluverðar mannabreytingar hafa verið á Borgarskjalasafni að undanförnu.

 

Bergþóra Annasdóttir, skjalavörður Borgarskjalasafns fór á eftirlaun 1. apríl sl. eftir 16 ára starf hjá safninu. Við starfi hennar tók Margrét Hildur Þrastardóttir sagnfræðingur.

 

Jakobína Sveinsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur fór einnig á eftirlaun 1. apríl sl. eftir langt starf hjá Leikskólum Reykjavíkur, leikskólasviði og Borgarskjalasafni. Undanfarin ár hefur hún unnið að ráðgjöf við borgarstofnanir og eftirliti með þeim, auka skjalaskráningar.

 

Gísli Skagfjörð verkfræðingur hóf störf á safninu 1. maí sl. og starfar hann við afritun elstu skjala safnsins og miðlun þeirra. Störf hans eru fjármögnuð með styrk sem Borgarskjalasafn fékk nýlega til miðlunar elstu skjala, til að hlífa frumritun og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða tímabundna ráðningu.

 

Gísli Jón Kristjánsson viðskiptafræðingur hóf störf á safninu 8. maí sl. og starfar hann við eftirlit með skjalavörslu afhendingarskylda aðila og tilgreind verkefni við undirbúning að langtímavörslu rafrænna skjala. Um er að ræða tímabundna ráðningu.

 

Gerðar hafa verið skipulagsbreytingar á safninu., m.a. til að undirbúa safnið fyrir nýja persónuverndarlöggjöf. Lagt hefur verið niður starf deildarstjóra þjónustudeildar og í stað þess kemur starf lögfræðings. 

Þorgeir Ragnarsson sagnfræðingur lét af störfum 1. maí sl. eftir níu ára starf á safninu.

 

Auglýst hefur verið starf lögfræðings við safnið og er hægt að senda inn umsóknir til og með 22. maí nk. 

 

Nánari upplýsingar hér: