Gamall haus


Fréttasafn


Borgarskjalasafn auglýsir tvö störf laus til umsóknar

23.01.2017

Borgarskjalasafn auglýsir tvö störf laus til umsóknar, starf skjalavarðar og sérfræðings. Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2017.

 

Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu borgarinnar.

Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og veitir aðgang að skjölum. Það gefur út verklagsreglur um skjalavörslu.

Átta starfsmenn eru við safnið. Safnið er til húsa í Tryggvagötu 15 og Vatnagörðum 28 í Reykjavík.

 

Skjalavörður

Borgarskjalsafn leitar að öflugum skjalaverði til að sinna fjölbreyttum verkefnum safnsins. Um er að ræða áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi sem felur í sér mikil samskipti við starfsfólk og viðskiptavini safnsins.
 
Sjá nánari upplýsingar hér.
 
 

Sérfræðingur

Borgarskjalasafn hefur hafið undirbúning að langtímavarðveislu rafrænna gagna. Í starfinu felst tækifæri til að taka þátt og leiða það verkefni. Um er að ræða nýtt og spennandi viðfangsefni. Leitað er að áhugasömum starfsmanni sem sýnir mikið frumkvæði í starfi. 
 
Nánari upplýsingar hér
 
Hér má sjá auglýsingu Borgarskjalasafns í heild sinni.