Gamall haus


Fréttasafn


29.12.2009 Góð aðsókn að jólakortavef Borgarskjalasafns
Jólakortavefur Borgarskjalasafns fór í loftið í lok nóvember og hafa verið yfir 50.000 flettingar á honum frá þeim tíma.
13.01.2010 Áframhaldandi rannsóknir fyrir Vistheimilanefnd
Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur unnið að viðamiklum rannsóknum fyrir Vistheimilanefndina svokölluðu frá því vorið 2007. Nú er að ljúka rannsóknum safnsins á málum einstaklinga sem voru á Reykjahlíð og hefst þá vinna við leit að málum einstaklinga sem dvöldu á Silungapolli.
18.01.2010 Hótel Borg 80 ára
Í dag 18. janúar eru 80 ár síðan veitingasalir Hótels Borgar voru teknir í notkun en hótelið sjálf var opnað nokkrum mánuðum síðar. Hótel Borg þótti einstaklega glæsilegt en það var hannað í Art Deco-stíl af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur eru varðveittar í einkaskjalasöfnum fjölmargar heimildir um fyrstu áratugi Hótels Borgar.
03.02.2010 Átak til að safna skjölum sóknarnefnda
Biskup Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi hleyptu í dag af stokkunum sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna sóknarnefnda í landinu. Í gögnum sóknarnefnda leynast því mörg merkileg söguleg gögn sem er mikilvægt að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Borgarskjalasafn Reykjavíkur mun taka við skjölum sóknarnefnda í Reykjavík.