Gamall haus


Fréttasafn


12.11.2009 Sýning á skjölum kvenfélaga sem eru varðveitt á Borgarskjalasafni
Nú stendur yfir á Borgarskjalasafni sýning á skjölum fjögurra kvenfélaga í Reykjavík. Á Borgarskjalasafni eru varðveitt fjölmörg skjalasöfn kvenfélaga en Félag héraðsskjalavarða á Íslandi hefur staðið fyrir átaki í söfnun skjala kvenfélaga á þessu ári.
15.11.2009 Að hjálpa fátækum konum, líkna sjúkum og bágstöddum manneskjum ...
Í tilefni af stórafmæli Fríkirkjunnar í Reykjavík fimmtudaginn 19. nóvember, færðu þær Sigurborg Bragadóttir og Helga Kristinsdóttir Borgarskjalasafni til varðveislu skjalasafn Kvenfélags Fríkirkjunnar. Kvenfélagið er elsta kirkjukvenfélag landsins og auk þess eitt af elstu kvenfélögum hér á landi. Það var stofnað 6. mars árið 1906. Um er að ræða skjöl alveg frá stofnun félagsins og er einkar mikill fengur að þeim.
17.11.2009 Ómetanlegar heimildir um bíórekstur í Reykjavík
Í dag voru Borgarskjalasafni Reykjavíkur færðar ómetanlegar heimildir um upphaf bíóreksturs í Reykjavík. Um er að ræða skjöl varðandi stofnun og rekstur Nýja Biós hf. allt frá árinu 1912. Borgarskjalasafn kann Eiríki bestu þakkir fyrir gjöfina og bendir á að viða geta leynst ómetanlegar heimildir til sögu Reykjavíkur.
16.11.2009 Nýr manntalsvefur eykur möguleika við leit að upplýsingum um forfeður
Þjóðskjalasafn hefur nú opnað nýjan manntalsvef sem birtir nú í fyrsta sinn stafræn afrit manntalanna 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1890, 1901og 1910. Áður hafa birst manntölin 1703, 1835 og 1870. Vefurinn var opnaður laugardaginn 14. nóvember af mennta- og menningarmálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur við hátíðlega viðhöfn. Á vefnum er margir nýir leitarmöguleikar.
21.12.2009 Opnunartími kringum jól og áramót
Borgarskjalasafn verður opnið á Þorláksmessu 23. desember kl. 10 til 16 og opnar síðan aftur 28. desember kl. 10.
28.12.2009 Nýárskveðjur á yfir 30 tungumálum
Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur er til mikið safn korta af ýmsu tagi. Nú hefur verið settur upp vefur þar sem finna má safn nýárskorta sem hægt er að senda rafrænt til vina og vandamanna. Kveðjurnar sem fylgja kortunum eru á yfir 30 tungumálum þannig að þetta er tilvalin leið til að senda vinum og ættingjum í útlöndum íslenskar nýárskveðju með gömlu fallegu korti.