Gamall hausÚrskurðir um aðgengi að skjölum safnsins


 

Mál frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál:

 

 

658/2016. Úrskurður frá 31. október 2016

Kærð var afgreiðsla Borgarskjalasafns á beiðni um upplýsingar um kæranda sjálfan, en kærandi hafði fengið afhent gögn þar sem afmáðar voru upplýsingar um aðra einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Borgarskjalasafn hefði vegið hagsmuni þessara einstaklinga gegn hagsmunum kæranda að fá aðgang að upplýsingunum og leiddi skoðun nefndarinnar ekki annað í ljós en að matið samræmdist ákvæðum 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.

 

604/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015

Óskað var endurupptöku tveggja mála úrskurðarnefndarinnar frá 2008 og 2015 ásamt því að óskað var eftir að því að úrskurðarnefndin aðstoðaði við að fá Borgarskjalasafn að gera leit að tilteknum gögnum. Síðarnefndu kröfunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til hlutverks og valdsviðs nefndarinnar. Hvað varðar kröfu um endurupptöku úrskurða komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekkert væri fram komið sem benti til þess að þeir hefðu byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Þá hefðu atvik  ekkibreyst svo verulega frá fyrri ákvarðanartöku að réttlætti endurupptöku málanna. Var þeirri kröfu því hafnað.

 

600/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015

Kærandi krafðist þess að Borgarskjalasafn Reykjavíkur léti honum í té minnispunkta Barnahúss vegna skýrslu sem tekin var af dóttur hans ásamt skýrslu Barnahúss, vegna greiningar og meðferðar hennar. Jafnframt fór hann fram á aðgang að öllum gögnum umgengnismáls fyrir sýslumanni án yfirstrikana. Móðir fór með forræði stúlkunnar. Úrskurðarnefndin taldi kröfu um aðgang að öllum gögnum fyrir sýslumanni og barnaverndarnefnd ekki eiga undir sig þar sem kærandi væri aðili stjórnsýslumáls sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hafi Borgarskjalasafn skilgreint hugtakið foreldri of þröngt og því ekki tekið afstöðu til hugsanlegrar aðildar kæranda að málinu hvað varðar minnispunkta og skýrslu Barnahúss á réttum forsendum. Var því ákvörðun Borgarskjalasafns um synjun felld úr gildi og lagt fyrir safnið að taka málið til meðferðar að nýju að þessu leyti.

 

590/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015

A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun.

 

589/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015

A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun.

 

A-367/2011.Úrskurður frá 31. maí 2015 

Kærð var sú ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur að synja kæranda um aðgang að ýmsum gögnum um látinn föður sinn. Aðili máls. Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest.

 

A-341/2010 Úrskurður frá 7. júlí 2010

Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, á beiðni um afrit af gögnum í fórum safnsins um afskipti barnaverndaryfirvalda af kæranda og vegna dvalar hans sem barns á vistheimili. Aðili máls. Ljósrit. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Frávísun

 

A 283/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008

Kærð var synjun Borgarskjalasafns á að veita kæranda aðgang að gögnum á nafni föður hans vegna fjárhagsaðstoðar við hann. Aðstandendur sem aðilar máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Lögvarðir hagsmunir kæranda. Synjun staðfest.

 

A-182/2004 Úrskurður frá 14. júlí 2004

Kærð var synjun Borgarskjalasafns um að veita aðgang að gögnum um afa og ömmu kæranda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Heilbrigðisupplýsingar. Upplýsingar varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur að hluta.

 

 

Mál frá umboðsmanni Alþingis:

 

 

Mál nr.668/1992 

Kæruleiðir í tilefni af synjun borgarskjalavarðar um aðgang að gögnum. Öflun skjala í þágu dómsmáls. 
Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives