Gamall hausÝmis skjöl


Hér verða birt skjöl úr ýmsum skjalasöfnum.

 

 

Úr safni Eyjólfs Eiríkssonar

Eyjólfur Eiríksson fæddist 7. apríl 1874 í Minni Vök, Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, og lést 26. mars 1941.

Eyjólfur bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarstræti 16 í Reykjavík og var kaupmaður og húsgagnasmiður, en lagði einnig hönd á veggfóðrun.

Hér birtist félagatal neð myndum sem Hallveig, stúka nr. 3, í Reykjavík lét prenta í lítilli bók árið 1926.

Félagatal Hallveigar, stúku nr. 3, janúar 1926. I.O.O.T. Oddfellow.

 

Málasafn borgarstjóra

Askja 572. Aðfnr. 3136

Skýrsla til Hagstofunnar um bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík 24. janúar 1908. Fræðast má nánar um skjalið hér.

 

Skjalasafn Reykjavíkurbæjar

93

Austurbæjarskóli

Austurbæjarskóli er einn af elstu grunnskólum borgarinnar en hann tók til starfa árið 1930. Austurbæjarskóli er fyrsta húsið í Reykjavík sem hitað er upp með hitaveituvatni. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari gerði lágmyndir yfir báðum aðaldyrum skólans og einnig yfir dyrum á austurgöflum. Í skólanum voru 30 almennar kennslustofur. Auk þeirra voru margar sérgreinastofur: teiknistofa, kennslueldhús, ...smíðastofa, sundlaug, fimleikasalur, handavinnustofa stúlkna, samkomusalur fyrir skemmtanir (jólaskemmtanir), kvikmyndasýningar og söngsalur. Einnig sérbúnar náttúrufræði- og landafræðistofur velbúnar kennslugögnum. Þetta var á þessum tíma líklega best útbúni skóli landsins og jafnvel þótt víðar væri leitað. Oft var farið með erlenda gesti borgarinnar að skoða skólann á fyrstu árunum.

Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir mikið af skjölum sem tengjast byggingu skólans og upphafi og má þar nefna að í málasafni borgarstjóra eru líklega flestir verksamningar varðandi bygginguna.

Þar á meðal er skrá yfir alla muni og áhöld skólans á árinu 1933. Þetta er einstök skrá því hún er nákvæmur listi yfir hvað var til í nýjum skóla á þessum tíma. Búið er að ljósmynda bókina í heild sinni og má skoða hana hér á pdf formi:

Skrá yfir áhöld og muni Austurbæjarskóla 1933.


Carl Olsen (1880 - 1972)  

Carl Olsen fæddist í Kaupmannahöfn þann 22. janúar árið 1880 og lést í Reykjavík 6. júní árið 1972. Hann var einn af stofnendum Frímúrarareglunnar á Íslandi. Fyrir störf sín var hann sæmdur íslensku fálkaorðunni, dönsku Dannebrogsorðunni og belgískri orðu.

Sjá skjöl hér

 

Handskrifuð skólablöð úr Laugarnesskóla eða Miðbæjarskóla 1941 til 1945

Nemandinn og Víðförull eru handskrifuð skólablöð úr Laugarnesskóla eða Miðbæjarskóla og gefa blöðin skemmtilega innsýn í þau efni sem börnin voru að fást við í skólanum og líf þeirra og hugmyndaheim.

Nemandinn 12 ára D

Nemandinn 13 ára D

Víðförull 11 ára E

Víðförull 12 ára E

Víðförull 13 ára E

 
Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives