Gamall hausSafnkostur


Opinber skjalasöfn
 

Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og mynda þau meginstofn safnsins. Almennt eru skjölin afhent safninu þegar þau eru 20 ára gömul, en í sumum tilfellum eru þau yngri. Dæmi um þau opinberu skjöl sem varðveitt eru á Borgarskjalasafni eru fundargerðir allra nefnda og stjórna borgarinnar, bréfa- og málasöfn stofnana borgarinnar og prentað mál stofnananna, manntöl og íbúaskrár, skattaskrár- og fasteignaskrár og upplýsingar um öll hús og lóðir í Reykjavík frá því um 1820 og fram til dagsins í dag.

Skjalageymsla

 

Einkaskjalasöfn


Safnið varðveitir skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Reykjavík. Mikilvægt er að fyrirtæki haldi skjölum sínum til haga, því þau eru heimildir um atvinnusögu Reykjavíkur. Skjölin rekja sögu fyrirtækisins og geta haldið nafni þess á lofti. Af skjölum frá félögum má nefna fundargerðabækur, félagatöl, sjóðsbækur, bókhaldsgögn, bréfasöfn, ljósmyndir, bæklingar og fréttabréf.

 


Annar safnkostur

 


Safnið varðveitir einnig ýmislegt annað, t.d. úrklippur, flokkaðar eftir málefnum, símaskrár, sú elsta frá 1919, kirkjubækur á filmum og ýmislegt smáprent eins og auglýsingar, efnisskrár frá ýmsum listviðburðum og kosningaáróður.
Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives