Gamall hausAfhending skjalaAllar stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar eru afhendingarskyld með skjöl sín til Borgarskjalasafns Reykjavíkur.


Safnið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Félög og samtök í Reykjavík sem njóta verulegra styrkja af opinberu fé, er skylt að skila skjölum sínum til varðveislu í Borgarskjalasafnið.


Skjöl einkaaðila gefa oft aðra sýn á líf og sögu íbúa borgarinnar heldur en opinber skjöl gera og er því mjög mikilvægt að einnig þau varðveitist til frambúðar.

 

Afhending skjala einstaklinga, félaga og fyrirtækja


Borgarskjalasafn Reykjavíkur tekur við skjölum einstaklinga, félaga og fyrirtækja í Reykjavík til varðveislu. Ef þú hefur undir höndum skjöl eða veist um skjöl sem ættu erindi á safnið, getur þú haft samband við starfmenn safnsins, sem munu meta skjölin, þ.e. hvort ástæða sé til að varðveita þau á Borgarskjalasafni.


Vinsamlegast hafið þegar samband við safnið ef eldri skjöl finnast óhreyfð, hvort sem um er að ræða skjöl sem hafa verið notuð sem einangrun í veggjum, fundist milli þilja, undir súð, uppi á háalofti, niðri í kjallara, í kommóðu eða á öðrum stöðum. Áreiðandi er að skjöl séu ekki grisjuð eða endurflokkuð áður en starfsmaður safnsins kemur á staðinn.


Borgarskjalasafnið sækist eftir að fá til varðveislu frá einstaklingum bréf, dagbækur, ljósmyndir, heimilisbókhald, póstkort, heillaóskakort og hvaðeina sem varpað getur ljósi á líf fólks í borginni. Leitað er eftir skjölum manna af öllum stéttum, jafnt yngri sem eldri skjalasöfnum og jafnt stórum og smáum.


Félög og samtök í Reykjavík
sem njóta verulegra styrkja af opinberu fé, er skylt að skila skjölum sínum til varðveislu í Borgarskjalasafnið. En almennt tekur Borgarskjalasafn við skjölum frá smáum og stjórum félögum í Reykjavík og eru skjölin mikilvægar heimildir um félögin sjálf og einnig mannlíf í Reykjavík. Af skjölum félaga sem safnið óskar eftir má nefna fundagerðarbækur, bréfasöfn, ljósmyndir, félagatöl, bókhaldsgögn, bæklinga þeirra og fréttabréf.


Mikilvægt er að fyrirtæki í Reykjavík haldi skjölum sínum til haga umfram það sem kveðið er á um í bókhaldslögum. Skjöl þeirra eru heimildir um atvinnusögu Reykjavíkur. Þau rekja sögu fyrirtækisins og geta haldið nafni þess á lofti. Dæmi um skjöl fyrirtækja eru bréfasöfn, vörulistar, ljósmyndir, auglýsingar, sjóðsbækur og viðskiptamannabækur.


Borgarskjalasafnið óskar sérstaklega eftir því að skjöl séu EKKI endurflokkuð eða grisjuð áður en haft er samband við safnið. Hægt er að ná sambandi við safnið símleiðis (sími 411 6060) eða með tölvupósti (borgarskjalasafn@reykjavik.is). Áreiðandi er að upprunalegri röð skjala sé haldið og að starfsmenn fái vitneskju um hvar þau hafa fundist og við hvaða aðstæður.


Vinsamlegast leitið ráða hjá starfsmönnum safnsins um frágang skjalasafna fyrir afhendingu og skráningu þeirra.
Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives